fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Nikótínpúðar hafi óhugnanleg áhrif – „Viltu að sáðfrumurnar þínar séu baðaðar í skordýraeitri?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júlí 2023 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, segir í samtali við Vísi, að fólk átti sig almennt ekki á því hversu mikill styrkleikur nikótíns er í nikótínpúðum, sem nú njóta gífurlegra vinsælda. Ekki sé nægilega gott eftirlit með styrkleika púða á Íslandi og sé markaðssetningu gjarnan beint til barna.

Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu nota tæplega 40 prósent ungra karlmanna, á aldrinum 18-24 ára, nikótínpúða á degi hverjum, en þeim hefur fjölgað mikið milli ára. Lára bendir á að nikótín sé vil skilgreint fíkniefni og að það sé þekkt staðreynd að það hafi áhrif á og breyti taugatengingum í heila, einkum þegar heilar eru enn að þroskast. Þetta geti dregið úr virkni framheila hjá fullorðnu fólki, eða með öðrum orðum torvelt fullorðnum að hemja sig.

Eins geti nikótín valdið athyglisvert og segir Lára það óhugnanlegt að sjá niðurstöður rannsókna sem í auknum mæli hafi sýnt fram á neikvæð áhrif nikótíns á taugaþroska og heilastarfsemi barna og ungmenna.

Til lengri tíma geti neysla á nikótíni dregið úr getu til að einbeita sér. Dæmi séu um að fólk sofi með púða upp í sér og vakni jafnvel á nóttunni til að skipta um þá. Í miklu magni geti nikótín valdið blóðþrýstingsfalli, yfirlitið, krömpum og í alvarlegum tilvikum öndunarstoppi.

Eins hafi rannsóknir bent til þess að nikótín dragi úr magni sáðfruma.

„Viltu að sáðfrumurnar þínar séu baðaðar í skordýraeitri?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum