Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, segir í samtali við Vísi, að fólk átti sig almennt ekki á því hversu mikill styrkleikur nikótíns er í nikótínpúðum, sem nú njóta gífurlegra vinsælda. Ekki sé nægilega gott eftirlit með styrkleika púða á Íslandi og sé markaðssetningu gjarnan beint til barna.
Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu nota tæplega 40 prósent ungra karlmanna, á aldrinum 18-24 ára, nikótínpúða á degi hverjum, en þeim hefur fjölgað mikið milli ára. Lára bendir á að nikótín sé vil skilgreint fíkniefni og að það sé þekkt staðreynd að það hafi áhrif á og breyti taugatengingum í heila, einkum þegar heilar eru enn að þroskast. Þetta geti dregið úr virkni framheila hjá fullorðnu fólki, eða með öðrum orðum torvelt fullorðnum að hemja sig.
Eins geti nikótín valdið athyglisvert og segir Lára það óhugnanlegt að sjá niðurstöður rannsókna sem í auknum mæli hafi sýnt fram á neikvæð áhrif nikótíns á taugaþroska og heilastarfsemi barna og ungmenna.
Til lengri tíma geti neysla á nikótíni dregið úr getu til að einbeita sér. Dæmi séu um að fólk sofi með púða upp í sér og vakni jafnvel á nóttunni til að skipta um þá. Í miklu magni geti nikótín valdið blóðþrýstingsfalli, yfirlitið, krömpum og í alvarlegum tilvikum öndunarstoppi.
Eins hafi rannsóknir bent til þess að nikótín dragi úr magni sáðfruma.
„Viltu að sáðfrumurnar þínar séu baðaðar í skordýraeitri?“