fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Atli Rafn hættur hjá Íslandsbanka

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Rafn Björnsson, sem stýrt hefur fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, er hættur störfum hjá bankanum. Vísir greindi frá.

Atli Rafn er þriðji stjórnandi bankans sem hættir störfum eftir að  Íslandsbanki birti á mánudaginn fyrir viku sátt við fjármálaeftirlit Seðlabankans um að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra.

Á miðvikudag var tilkynnt um starfslok Birnu Einarsdóttur bankastjóra og var Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka frá árinu 2011, ráðinn í hennar stað. Á föstudag var tilkynnt að Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta síðustu ár, væri hættur og Kristín Hrönn Guðmundsdóttir tekur við hans starfi.

Ellert Hlöðversson, sem hefur verið yfir verðbréfamiðlun Íslandsbanka frá því síðasta haust, mun tímabundið taka við starfi Atla Rafns.

Hlut­hafa­fund­ur Íslandsbanka verður 28. júlí og á dagskránni er stjórn­ar­kjör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks