fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Pútín segir enga þörf á að beita kjarnorkuvopnum og að úkraínska gagnsóknin sé vonlaus

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júní 2023 06:45

Fjöldi lífvarða fylgir Pútín hvert skref. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín segir að Rússar hafi fullkomna stjórn á málum í Úkraínu og er svo sannfærður um að þeir nái að stöðva gagnsókn Úkraínumanna að hann útilokar að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Þetta sagði hann á föstudaginn þegar hann ávarpaði ráðstefnu um efnahagsmál í St Pétursborg.

Hann sagði að kjarnorkuvopn séu framleidd til að tryggja öryggi landsins í breiðum skilningi og til að tryggja tilvist Rússlands. „En við höfum enga þannig þörf (fyrir að nota þau, innsk. blaðamanns),“ sagði hann að sögn Reuters.

Varðandi ítrekaðar fréttir af ósigrum rússneska hersins á vígvellinum sló Pútín því fast að Úkraínumenn eigi „enga“ möguleika gegn rússneska hernum og spáði því að stuðningur Vesturlanda við Úkraínu muni fjara út og að hætt verði að senda vopn til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“