fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kærði lögmaðurinn segist hafa verið krafinn um 25 milljónir af parinu

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn sem kærður var fyrir nauðgun og önnur brot gegn eiginkonu skjólstæðings síns segist hafa verið krafinn um allt að 25 milljónir króna af parinu gegn því að aldrei yrði kært í málinu. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en þetta fram í frétt RÚV um málið.

Eins og DV greindi frá í gær óskaði  lögmaðurinn eftir því að málið yrði rannsakað sem fjárkúgun. Hann hafi verið vinur hjónanna um árabil og verið lögmaður þeirra í nokkrum málum. Hann gengst við því að hafa hafið kynferðissamband við konuna en um svipað leyti var eiginmaðurinn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnasmygl. Meint brot lögmannsins hafi meðal annars átt sér stað meðan skjólstæðingurinn var í einangrun á Hólmsheiði og þegar konan var vistuð á bráðageðdeild. Þá er hann sakaður um að hafa blekkt manninn til þess að fá greiðari aðgang að eiginkonunni.

Í umfjöllun RÚV kemur fram að lögmaðurinn fullyrðir að parið  hafi krafist þess í janúar síðastliðnum að hann greiddi þeim tíu milljónir, að öðrum kosti myndu þau kæra hann. Hann hafi neitað því en þá hafi þau reynt að ná til hans í gegnum annað fólk. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi þau hækkað kröfuna í 25 milljónir. Lögmaðurinn tilkynnti þetta til lögreglu í apríl sem tilraun til fjárkúgunar og segir að málið sé nú til rannsóknar.

Þá kemur fram að lögmaðurinn sagðist ekki hafa farið með málið fyrr til lögreglu vegna þess að hann vonaðist eftir því að hægt yrði að leysa það í góðu.

Hann gengst ennfremur við því að hegðun hans samræmist ekki faglegum gildum lögfræðinga en segist ekki kannast við að komið hafi fram fleiri athugasemdir við störf hans eins og fullyrt hefur verið í fréttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir