Stjórnvöld í Rússlandi fullyrða að tveimur úkraínskum drónum hafi verið flogið á Kreml í gærkvöldi og tilgangurinn hafi verið að ráða Vladimir Pútín, Rússlandsforseta af dögum. Samkvæmt frétt CNN áskilja rússnesk yfirvöld sér rétt til þess að svara fyrir sig
Forsetinn var ekki staddur í Kreml þegar árásin átti sér stað. Úkraínsk yfirvöld hafa neitað því að bera ábyrgð á árásinni og að saka Rússa um bellibrögð.
Rússneskir miðlar greina frá því að enginn hafi meiðst í árásinni, sem kölluð er hryðjuverk, en að brot úr drónunum hafi dreifst víða um svæðið. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk stíga upp nærri Kreml en nákvæm staðsetning hans er óljós.
Telja Rússar að tilefni árásarinnar sé undirbúningur Sigurdagsins þann 9. maí en þá verður öllu tjaldað til í Mosvku auk þess sem kenningar eru uppi um draga muni til tíðinda á vígvellinum í Úkraínu með einhverjum hætti.
The Kremlin was literally on fire. Russia calls it an assassination attempt, though Putin was not there at the time. https://t.co/4HkYFnJh81 pic.twitter.com/A3DDotaiDc
— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 3, 2023