fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Dreginn fyrir héraðsdóm eftir botnlausar svívirðingar – „Auga fyrir auga hóra“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 09:00

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. júní næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli gegn manni sem ákærður er fyrir stórfelld brot í nánu sambandi, brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar. Brot mannsins beindust gegn fyrrverandi unnustu hans, bæði á meðan þau voru í sambandi og einnig eftir að sambandi þeirra lauk.

Fyrsti ákæruliðurinn varðar brot í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Maðurinn er sagður hafa sent þar konunni myndir af henni nakinni, án hennar samþykkis, og var þessi verknaður til þess fallinn að særa blygðunarsemi konunnar, smána hana og móðga. Í öðru lagi er maðurinn sakaður um að hafa sent konunni myndir af kynferðislegum toga af óþekktum konum og voru myndirnar til þess fallnar að særa blygðunarsemi hennar.

Maðurinn auk þess sakaður um að hafa sent konunni kynferðisleg myndbönd án hennar samþykkis.

Margir tugir svívirðilegra skilaboða

Maðurinn er ennfremur sakaður um ærumeiðingar í garð konunnar með því að hafa sent henni urmul af svívirðilegum skilaboðum á Messenger. Meðal skilaboðanna eru eftirfarandi:

„Æ þú barn líður þér illa? Er það misnotkunin frá […] eða […]? Eða ertu bara fædd til að vera öryrki og aumingji, misnotuð í öll göt af öllum?“

„Þú ert mjög veik enda misnotuð eins og þú kallar það en samt sóttist þú eftir því að láta […] leika sér að þér, ég vil þig heldur ekkert nálægt mér, þú ert hættulegri en Corona 19 enda hóra, eina sem ég vildi er eðlilegt tal okkar á milli.“

„En þú fæddist fífl og í skít, það erfðist“

„Þú ert hóra og vitlaus ofan á það svo 1+1“

„Skák og mát hlussa sem er fáránlega illa vaxxxin“

„Hahaha elsku loftbelgur dreptu þig eins og þig hefur alltaf langað til því þitt líf er bara misnotkun og verður aldrei neitt annað, þetta hefur verið þín ósk og búin
að tala um lengi“

„Aumingjar (öryrkjar) eru sjaldan hamingjusamir, en misnotuð ílát eins og þú finnast eins og þau séu eitthvað en auðvitað kemur að því að þau fatta að þau
voru bara ílát og ekkert annað 😉 en ég er happy takk“

„Farðu í rass og rófu litla feita furðulegi dvergur, en frið færðu frá mér en allt er á hreinu varðandi vinnandi manninn“

„var allt í einu komin o eh grúbbu sem ætlaði að opinbera þig sem nauðgara ásamt fleiru… mér voru sýndar myndir .. video.. um það sem þú varst að gera“

 „Auga fyrir auga hóra“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan krefst miskabóta að fjárhæð 1,5 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu