fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Útkall útaf meðvitundarlausum gest í samkvæmi – Aðrir gestir reyndu að hindra störf lögreglu og sjúkraflutningsmanna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. apríl 2023 07:13

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og iðulega um helgar þá var nóg af verkefnum hjá lögreglu í nótt. Eitt hið nöturlegasta var útkall vegna aðila í samkvæmi sem misst hafði meðvitund. Lögregla var send á vettvang ásamt sjúkrabifreið en á vettvangi var ölvun gesta mikil.

Segir í dagbók lögreglu að sumir gestanna virtust ekki sáttir með veru viðbragðsaðila á vettvangi og reyndu að hindra lögreglu og sjúkraflutningamenn við störf með því halda í sjúkrabörur, hindra aðgang að lyftu ásamt því að ausa fúkyrðum yfir lögreglumenn. Einn aðili hafði sig í mestu og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa. Fíkniefni fundust í fórum hans við komuna á lögreglustöð.

Þá var á annan tug ökumanna stöðvaðir vísvegar á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Nokkrir þessara ökumanna voru án gildra ökuréttinda.

Lögreglumenn við eftirlit sáu hvar ökumaður var upptekinn af farsíma sínum við akstur. Litlu mátti muna að ökumaðurinn hefði ekið á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli, ökumanninnum rétt tókst að nauðhemla. Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt og verður hann kærður fyrir að nota farsíma án handfráls búnaðar.

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem að hraðast ók, ók á 109 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“