fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð gagnrýnir Willum – Finnst ekki í lagi að hann tali um konur sem „leghafa”

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. apríl 2023 14:28

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að réttrúnaður samtímans sé orðinn galinn og segist reglulega hafa bent á dæmi þar um. Meðal annars að margir séu farnir að að veigra sér við að nota orðið „kona”  og tali frekar um „leghafa” í staðinn.

Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir hann að einhverjum hafi þótt það til mars um ýkjur og hræðsluáróður að slíkt orðalag sé orðið viðurkennt.

„Nú gerðist það í vikunni að heilbrigðisráðherra [WillumÞór Þórsson] hélt stutta ræðu á Alþingi þar sem hann kallaði konur „leghafa” fjórum sinnum!,” skrifar Sigmundur Davíð og tekur sem dæmi setninunga: „Samkvæmt því þykja standa skýr rök til þess að leghafi sé einhleypur þegar tæknifrjófgun á sér stað” úr ræðu Willum.

Segir Sigmundur Davíð að Willum sleppi oft við mikla gagnrýni þrátt fyrir stórkostleg vandamál heilbrigðiskerfisins og það sé vegna þess að hann taki iðulega undir áhyggjur gagnrýnenda og vísi til þess að hinar og þessar nefndir séu að ljúka eða hefja störf varðandi málið.

„Það er líka þekkt að nú til dags gerast ráðherrar oft talsmenn starfsmanna sinna og flytja ræður skrifaðar af embættismönnum (eða aðkeyptum aktívistum) algjörlega án áhuga eða sannfæringar. En bera þeir ekki ábyrgð á eigin yfirlýsingum og stefnu? Og er eðlilegt að heilbrigðisráðherra sé farinn að kalla konur leghafa? Mér finnst það ekki,“ skrifar Sigmundur Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum