fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Alma Rún kvartaði yfir vinnuaðstæðum og fékk uppsagnarbréf í tölvupósti – Daginn eftir var auglýst eftir starfsfólki

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 14:00

Alma Rún Ingvarsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Rún Ingvarsdóttir, sem búsett er á Akureyri varar fólk við að sækja um starf hjá versluninni Gæludýr, sérstaklega á Akureyri eftir að henni og fleiri starfsmönnun var sagt upp störfum þar. 

Í samtali við blaðamann segist Alma Rún vilja vara fólk við að sækja um starf hjá versluninni og segir framkomu verslunarstjórans á Akureyri við starfsfólk þar fyrir neðan allar hellur, viðbrögð eigandans og stéttarfélagsins séu einnig engin.

„Það tollir enginn í vinnu þarna. Ég er búin að fá skilaboð frá starfsfólki fyrir sunnan líka sem hefur verið rekið út af því það var veikt,“ segir Alma Rún, sem starfaði í versluninni á Akureyri í hlutastarfi síðastliðin tvö ár.

Í færslu sem Alma Rún deildi á Facebook í gær segir hún stöðuna hafa verið allt annað en góða í meira en ár. „Ömurlegur mórall milli yfirmanns og starfsfólks og vægast sagt ógeðsleg framkoma yfirmanns við starfsfólk. Ég get sagt frá því að aðeins of oft er búið að hafa samband við stéttarfélagið út af henni en það hefur engu breytt. Það er hringt, talað við hana en ekkert breytist. Kona hjá stéttarfélaginu sagði í eitt skiptið að það sé búið að hringja og kvarta undan henni síðan fyrirtækið opnaði árið 2020! Af hverju breytist ekkert? Af hverju kemst hún upp með að koma svona fram? Ég hef aldrei á ævi minni upplifað aðra eins framkomu yfirmanns eins og hjá henni. Tillitsleysið er hrikalegt. Mættu veik í vinnuna, ekki vera með veikt barn og ekki þurfa frí. Þá fer allt á hvolf!“ segir Alma Rún.

Hafa margir skrifað athugasemdir undir færslu hennar og yfir hundrað deilt henni þegar þetta er skrifað.

DV hafði samband við verslunarstjóra á Akureyri, Helgu Hrönn Óladóttur, sem óskaði eftir að tjá sig ekki um málið og vísaði á eigandann.

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri, segir í samtali við DV að aldrei sé farið af léttúð í skipulagsbreytingar en að þær hafi reynst nauðsynlegar vegna endurskipulagningar á vaktakerfi starfsmanna. Almennt er afar góður starfsandi hjá fyrirtækinu, starfsánægja mælist afar há og starfsaldur er langur. Ekki er hægt að svara sérstaklega um málefni einstakra starfsmanna vegna trúnaðar.

Rekin eftir að hafa óskað eftir hópfundi

Segir Alma Rún að einn starfsmaður hafi sent verslunarstjóranum skilaboð síðustu helgi þar sem hún sagði hlutina þurfa að breytast annars myndu starfsmenn óska aðstoðar stéttarfélags síns. Í kjölfarið óskaði verslunarstjórinn eftir einstaklingsviðtölum, starfsmenn neituðu því og báðu um hópfund þar sem málið yrðu rædd og andrúmsloftið hreinsað. Á mánudag fengu hins vegar starfsmenn skilaboð á Messenger um að þeir ættu tölvupóst sem þeir voru beðnir að lesa.

„Hvað er í honum… jú jú uppsagnarbréf!! Hún semsagt RAK okkur því við létum hana ekki komast upp með þessa framkomu og ætluðum að tala enn og aftur við stéttarfélagið! Hún rak fjóra starfsmenn vegna „skipulagsbreytinga“ en var að henda inn auglýsingu og óska eftir starfsfólki!“

Segir Alma Rún við blaðamenn að þar með hafi hún rekið sex starfsmenn á síðastliðnum tveimur árum.

Segir hún jafnframt að ekki hafi þýtt að kvarta undan framkomu verslunarstjórans við eiganda fyrirtækisins. „Eigandinn Inga er ekkert skárri. Búin að ofnýta persónuafslátt hjá þremur starfsmönnum og við enduðum allar í skuld hjá skattinum og henni var drullusama við áttum bara að borga!!“

Í uppsagnarbréfinu sem dagsett er 17. apríl kemur fram að uppsögn taki gildi næstu mánaðamót, 1. maí, og er uppsagnarfrestur þrír mánuðir en ekki er óskað eftir vinnuframlagi Ölmu Rúnar frá og með 17. apríl og út uppsagnarfrestinn, út júlí. Kemur einnig fram að laun, orlof og önnur réttindi verði gerð upp 30. apríl.

Alma Rún segist fegin að vera laus við verslunarstjórann og fyrirtækið. En hlutirnir þurfi að breytast því ekki breytist framkoma verslunarstjórans. „Ég hvet fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það sækir um starf þarna og jafnvel verslar við svona fyrirtæki! Allavega stíg ég ekki fæti þangað inn aftur.“

Auglýsing var birt 18. apríl, degi eftir að starfsfólki var sagt upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti