fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Kynna róttæka hugmynd til að draga úr verðbólgu og bjarga heimilunum – „Fáum peningana aftur heim“

Eyjan
Sunnudaginn 26. mars 2023 13:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, kynnti fyrir skömmu á Alþingi hugmyndir um að beita þrepaskiptum skyldusparnaði til að draga úr eyðslu og þar með verðbólgu, í stað hárra stýrivaxta Seðlabankans. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, tók ekki illa í hugmyndina en sagði að vanda þyrfti mjög til útfærslunnar ef af yrði.

Ásthildur og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fara yfir málið í aðsendri grein á Vísi í dag og þar segir í upphafi:

„Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun.“

Höfundar segja augljóst að tíðar og miklar vaxtahækkanir Seðlabankans séu ekki að virka enda komnar tólf vaxtahækkanir og árangurinn enginn:

„Það var reyndar algjörlega fyrirséð því hækkun húsnæðiskostnaðar heimila á Íslandi mun augljóslega ekki hafa áhrif á hækkandi vöruverð út í heimi, hvort sem það stafar af Covid eða stríði í Úkraínu og þess vegna er ámælisvert, svo ekki sé kveðið sterkar að orði, að Seðlabankinn skuli halda áfram á þessari glötunarbraut.“

Þau segja að flest heimili í landinu ráði við verðbólgustigið hvað varðar almennt verðlag, en ekki húsnæðiskostnaðinn enda hafa vextir tífaldast á fremur stuttum tíma. Þau vilja aðra nálgun:

„Í einfaldri mynd beitir Seðlabankinn stýrivöxtum í verðbólgu til að draga úr því fjármagni sem heimilin hafa þannig að þau eyði minna svo að verðbólga minnki.“

Þau Ásthildur og Ragnar vilja að hluti vaxtabyrðarinnar sem heimilin bera umbreytist í sparnað, renni þannig aftur til heimilanna í stað þess að renna til lánastofnana. Þau útskýra þetta svona:

„Tillaga okkar er því sú að ríkisstjórnin setji lög um að taka tímabundið upp þrepaskiptann skyldusparnað til að slá á einkaneyslu.

Það er frumskilyrði að þessi skyldusparnaður væri þrepaskiptur, sem myndi þýða að þeir sem mest hafa og viðhalda þenslunni, myndu spara mest og þar með myndi lausafé í umferð minnka verulega og slá á verðbólguna.

Með þessu væri fé heimilanna ekki beint til bankanna, engum til góðs, heldur ættu heimilin það til síðari nota og því væri hægt að veita út í hagkerfið þegar þörf væri á innspýtingu.

Þau segja að þetta myndi draga úr þörfinni fyrir vaxtahækkanir og gera húsnæðiskostnað heimilanna stöðugri. Þau telja raunhæft að koma á þvinguðum sparnaði sem þessum, enda myndu allir græða á fyrirkomulaginu. Þau eru ekki sammála fjármálaráðherra um að útfærslan sé svo ýkja vandasöm en segja þess í stað:

„Það þarf bara að ganga í verkið því þó þetta sé kannski ekki gallalaus hugmynd, þá er hún mun betri en það ástand sem við búum núna við, sem mun skapa hér langvarandi kreppu og valda heimilismissi þúsunda.

Það er allt betra en það.“

 

Greinina í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu