fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Elías frelsissvipti og réðst á 11 ára dreng vegna dyraats – Hefur ítrekað beitt hrekkjalóma ofbeldi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. mars 2023 11:40

Elías Georgsson hefur ítrekað beitt hrekkjalóma ofbeldi í gegnum árin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Georgsson, 60 ára, verkfræðingur og þriggja barna faðir í Reykjanesbæ, er sá sem kærður hefur verið til lögreglu fyrir frelsissviptingu og líkamsárás á dreng á tólfta aldursári. 

Greint var frá málinu í fréttum í gær.

Karlmaður í Reykjanesbæ réðst á dreng á tólfta aldursári og frelsissvipti fyrir að gera dyraat hjá honum

Faðir braut rúðu til að ná barninu út

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti við RÚV í gær að málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum. Í frétt RÚV kom fram að drengurinn, ásamt fleiri drengjum, hafi gert dyraat hjá Elíasi. Hann er í kjölfarið sakaður um að hafa setið fyrir drengjunum síðar um kvöldið, ráðist að þeim og dregið einn þeirra inn á heimili sitt þar sem hann læsti drenginn inni. Hélt hann drengnum föstum í tæplega níu mínútur og neitaði að hleypa honum út. Hafi foreldri eins drengjanna þurft að brjóta rúðu á útidyrahurð mannsins til að komast þangað inn og frelsa drenginn.

Kærður minnst tvisvar fyrir sambærilegt brot

Þetta er í minnst þriðja sinn sem Elías er kærður fyrir sambærilegt brot. DV fjallaði um mál Elíasar 17. september 2008. Ég vil ekkert láta hafa eftir mér, sagði Elías við blaðamann DV þá. Í dag þegar DV reyndi að hafa samband lagði Elías á, og í seinna skiptið þegar hringt var svaraði annar karlmaður, sem sagði: Helst ekki, þegar blaðamaður spurði hvort hann gæti fengið að ræða við Elías.

Árið 2008 var hann ákærður fyrir að ráðast á sautján ára pilt sem var að gera dyraat hjá honum. Sama ár var hann einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á og numið fimmtán ára dreng á brott í bíl sínum. 

Réðst á 17 ára ungling við heimili hans

Í fyrra málinu lenti Elías í átökum við unglinginn með þeim afleiðingum að hann rotaðist, hlaut stærðarinnar glóðarauga og æð sprakk í auga hans. Unglingurinn átti að hafa gert dyraat heima hjá Elíasi sem fór heim til unglingsins.  Ég reif í hann en hann fleygði mér í jörðina og ég rotaðist. Eftir að ég rotaðist hélt hann áfram að kýla mig, félagar mínir komu mér til bjargar og ég rankaði við mér í sjúkrabílnum, sagði unglingurinn við blaðamann DV í frétt blaðsins árið 2008. DV hefur ekki upplýsingar um hvernig því máli lauk, en fram kemur í frétt blaðsins að árásin var kærð til lögreglu.

Frétt DV 2008.

Dómur fyrir ólögmæta nauðung

Í seinna málinu var Elías fyrir ólögmæta nauðung gegn drengnum, 15 ára. Tildrög málsins voru þau að hópur drengja kastaði skoteldi inn í garð hans, elti Elías einn drengjanna uppi og framkvæmdi á honum borgaralega handtöku að eigin mati og flutti hann á lögreglustöð.

Var Elías ákærður fyrir brot gegn frjálsræði og líkamsárás, en til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum, þriðjudaginn 2. janúar 2007, með því að hafa veist með ofbeldi að A, þá 15 ára, skammt frá ofangreindu heimili sínu, en ákærði felldi drenginn og þrýsti andliti hans í jörðina, tók í hálsmál hans svo að hertist, dró hann að bifreið sinni og fleygði honum inn í hana, ók bifreiðinni að stað og hélt þá áfram um hálsmál drengsins, stöðvaði bifreiðina skammt frá Reykjaneshöll, þar sem hann dró drenginn út úr bifreiðinni og þrýsti honum niður í jörðina, skipaði  honum síðan að fara úr skónum og færði hann aftur inn í bifreiðina sem hann ók að lögreglustöðinni við Hringbraut 130, Reykjanesb. Við þetta hlaut drengurinn klórför í hársverði, á enni, á nefi, á höku og hálsi, hrufl á vinstri öxl, hægri sjalvöðva, vinstri mjaðmakamb og á framanverðum hálsi auk marbletta á vinstra læri og á vinstri kálfa og rispur á rassi. 

Elías hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi og var dæmdur til að greiða þolanda 239.850 krónur með vöxtum auk málsvarnarlauna verjanda síns.

Í dómi Hæstaréttar 8. október 2009 segir að ætlað brot drengsins hafi ekki verið nægilega alvarlegt og gæti ekki varðað fangelsisrefsingu. Brotið var því ekki nægilega alvarlegt til að Elíasi hafi verið heimil borgaraleg handtaka, og að hann hefði farið offari. Þótti Hæstarétti því rétt að fresta ákvörðun refsingar á hendur ákærða, og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum