Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að ástæðan fyrir þögn Pútín sé líklega að Rússum hafi „mistekist að ná yfirlýstum markmiðum sínum og hafi ekki náð neinum landsvæðum að ráð undir sig síðan í júlí 2022“.
Í stað þess að láta einhver orð falla um að eitt ár væri liðið frá upphafi stríðsins þá sagði Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands og náinn bandamaður Pútíns, að það sé afgerandi fyrir Rússland að ýta landamærunum, sem ógna Rússlandi, eins lagt aftur og hægt er, „jafnvel að pólsku landamærunum“.
ISW bendir á að Medvedev hafi áður verið notaður til að gagnrýna stuðning Vesturlanda við Úkraínu og til að reyna að „beina athyglinni frá“ mistökum Rússa á vígvellinum.
„Ummæli Medvedev ýta undir þá staðreynd að Kremlverjar reyna enn að ná óraunhæfum hámarksmarkmiðum sínum, jafnvel þótt þeir hafi ekki frá neinum mikilvægum árangri að segja rússnesku þjóðinni eftir eins árs langt og dýrt stríð í Úkraínu,“ segir ISW.
The #Kremlin did not comment on the first anniversary of Russia's full-scale invasion of #Ukraine on February 24, likely because #Russia has failed to achieve any of its stated objectives and has not made significant territorial gains since July 2022.https://t.co/aDX0jN482i pic.twitter.com/D1IkKRV5ct
— ISW (@TheStudyofWar) February 25, 2023