fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Pútín sagður hafa ætlað að koma með óhugnanleg tíðindi í ræðu sinni – En eitthvað fór úrskeiðis

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2023 05:20

Frá tilraunaskoti Rússa með flugskeyti sín. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn ávarpaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, þjóð sína. Ræðu hans hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og þeir sem höfðu úthald til að hlusta á hann gátu notið þess að hlusta á hann í klukkustund og þremur stundarfjórðungum betur.

Sérfræðingar segja að ræðan hafi ekki verið ræða manns sem er á leið til að stöðva stríðið í Úkraínu.

Splunkunýjar bandarískar leyniþjónustuupplýsingar herma að Pútín hafi ætlað að koma með óhugnanlegar fréttir í ávarpi sínum en hafi þurft að hætta við það á síðustu stundu.

Allt snýst þetta um „Satan 2“ sem er ofurhljóðfrátt flugskeyti sem getur borið kjarnaodd. Pútín hefur áður sagt þetta vera „virkilega einstakt vopn“ sem muni gera að verkum að allir sem vilja ógna Rússlandi, hugsi sig tvisvar um. Í einu ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar sagði hann flugskeytið vera „óstöðvanlegt“.

Þetta er langdrægt flugskeyti, 35 metra langt, sem hefur verið í framleiðsluferli árum saman. Það getur borið nokkra kjarnaodda og dregur allt að 11.000 km. Rússar segja að í því sé rafbúnaður sem geri að verkum að það sé nánast útilokað fyrir nútíma loftvarnarkerfi að stöðva það.

CNN segir að á mánudaginn hafi Rússar ætlað að gera tilraun með Satan 2 sem Pútín ætlaði síðan að monta sig af í ræðu sinni. En eitthvað fór úrskeiðis.

CNN segir að Rússar hafi meira að segja verið komnir svo langt í þessari áætlun sinni að þeir höfðu gert Bandaríkjamönnum viðvart um tilraunina. Einnig var yfirvöldum í Kamchatka, sem er í órafjarlægð frá Moskvu, gert viðvart en þar er svæði sem flugskeytum er oft skotið á í tilraunum.

En það gerðist ekki af einhverjum ástæðum og í staðinn hélt Pútín ræðu þar sem hann endurtók margt af því sem hann hefur sagt áður og kenndi Vesturlöndum um stríðið í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“