Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðsins í handbolta. Guðmundur var með samning við HSÍ fram til ársins 2024. Í tilkynningu frá HSÍ um málið segir að sambandið og Guðmundur hafi komist að samkomulagi um starfslok hans og sé það í sátt beggja.
Guðmundur er eini þjálfari landsliðsins sem unnið hefur til verðlauna með liðinu á stórmótum, annars vegar silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2008 og hins vegar bronsverðlaun á EM 2010. Þjálfaraferill Guðmundar er afar glæstur en hann vann Ólympíugull sem þjálfari Danmerkur 2016.
Árangurs landsliðsins á nýloknu HM í Svíþjóð og Póllandi olli vonbrigðum en liðið endaði í 12. sæti. Voru miklar vonir bundnar við glæstan árangur liðsins á mótinu en sumir segja að þær vonir hafi ekki verið raunhæfar.
Tilkynningu HSÍ um málið með lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan.