fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

SA greiða atkvæði um allsherjarverkbann á Eflingu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. febrúar 2023 09:00

Halldór Benjamín Þorbergsson er formaður SA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) samþykkti einróma að leggja til við aðildarfyrirtæki sambandsins að allsherjarverkbann verði sett á Eflingu. Hefst atkvæðagreiðsla um tillöguna í dag. Ef hún verður samþykkt tekur verkbannið gildi viku síðar. Ef af því verður mega þeir sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA ekki sækja vinnu og fá ekki laun á meðan á verkbanni stendur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir þetta vera viðbrögð SA við því að í gær slitnaði upp úr samningaviðræðum SA og Eflingar. Frestuð verkföll Eflingar hófust á nýjan leik á miðnætti.

„Verkbann er algjört neyðarúrræði í vinnudeilum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði stjórn SA nauðbeygða til að grípa til þessara aðgerða til að lágmarka tjónið af völdum verkfalla.

Hann sagði niðurstöðuna í viðræðum helgarinnar hafa verið mikil vonbrigði. Sérstaklega í ljósi þess að SA hefðu komið mjög til móts við Eflingu, til dæmis með „Eflingarsamningum fyrir Eflingarfólk“ en það hafi ekki dugað til. „Ófrávíkjanleg krafa Eflingar um að fá mun meiri hækkanir en fólk í sambærilegum störfum utan höfuðborgarsvæðisins er óaðgengileg,“ sagði Halldór og bætti við að Efling hafi gert fjölda annarra krafna, sem ekki hafi verið uppi á borðinu í viðræðum við önnur stéttarfélög.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla