fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Brot gegn vistmanni á sambýli: Birti nektarmyndband á Snapchat og hótaði samstarfsmanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. febrúar 2023 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag dóm héraðsdóms yfir fyrrverandi starfsmanni á sambýli sem tók myndbrot af heimilismanni við sjálfsfróun og birti á Snapchat. Síðan hótaði hann vistmanninum grimmdarlega. Þrátt fyrir að staðfesta dóm og refsingu yfir manninum sýknaði Landsréttur hann af ákæru um brot gegn lögum um opinbera starfsmenn, á grundvelli þess að hann hefði í starfi sínu ekki haft þá stöðu sem lög um opinbera starfsmenn fela í sér. Refsing mannsins er samt óbreytt.

Fyrir utan að taka upp nektarmyndbrotið og dreifa því hótaði starfsmaðurinn samstarfsmanni sem hann sendi myndbrotið með eftirfarandi skilaboðum:

a. „Ég er líka að fara að berja þig svo alvarlega“
b. „Ég er búinn að hringja líka í fólk […] minn“
c. „Passaðu þig“
d. „Ef þú ætlar að jarða mitt mannorð þar sem ég hef reynt að standa mig eins og ég get, þá mun ég gjörsamlega ganga frá þér“
e. „Horfðu á bak við þig hvert sem þú ferð […]“
f. „Ég er að fara að berja þig í klessu“

Maðurinn játaði brot sín hvað varðar skilaboðin sem koma fram í a, d og f lið hér að ofan, en sagði að hin skilaboðin gætu ekki talist hótanir í skilningi laga og neitaði því sök er kom að þeim. Í dómnum segir hins vegar að í samhengi samtals þeirra og annarra skilaboða og út frá efnislegri merkingu hvers og eins skeytis fyrir sig að þau hafi verið beint og óbeint til þess fallin að vekja ótta hjá viðtakanda um líf sitt, heilbrigði eða velferð.

Dómari gaf lítið fyrir varnirnar

Hvað varðaði myndbandsupptökuna bar maðurinn því fyrir sig að þau lög sem ákæra saksóknara byggði á hefðu ekki verið í gildi er brotið var framið og sökum banns við afturvirkni laga mætti ekki refsa honum vegna þeirra brota. Í héraðsdómi á sínum tíma gaf dómari lítið fyrir þær varnir.

Maðurinn byggði jafnframt vörn sína á því að skortur á huglægri vitneskju brotaþola um háttsemina vegna fötlun einstaklingsins og óvissa um hvort hann gerði sér grein fyrir téðu myndefni og sendingu þess hafi haft þýðingu fyrir úrlausn málsins, enda sé skilyrði fyrir saknæmi athæfisins að blygðunarkennd brotaþola hafi verið særð. Ekki er að sjá að þær varnir hafi heldur hreyft við dómaranum.

Meðal vitna sem leidd voru fyrir dóm í málinu var móttakandi myndskeiðsins á Snapchat sem sagðist jafnframt hafa fengið eftirfarandi skilaboð með myndbandinu: „Mátt ekki sýna neinum gæti verið rekinn.“

Maðurinn var í héraðsdómi dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundið. Hann var dæmdur til að greiða brotaþolanum 400 þúsund krónur í miskabætur. Sem fyrr segir, staðfesti Landsréttur dóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks