fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Skortur á skotfærum er stærra vandamál fyrir Úkraínu en skortur á orustuþotum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 18:00

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandamenn Úkraínumanna eiga í vandræðum með að útvega nægilega mikið af skotfærum fyrir úkraínska herinn. Staðan er þannig að hermenn í fremstu víglínu verða nú að búa við skömmtun á skotfærum.

Stærsta vandamál úkraínska hersins þessa dagana er hvorki skortur á skriðdrekum eða orustuþotum. Það er skortur á skotfærum sem er stærsti vandinn.

Þetta segja Úkraínumenn sjálfir og NATO og stærstu gefendur vopna og skotfæra til Úkraínu. Þar eru Bandaríkin í fararbroddi.

Vopnaframleiðendur í þeim löndum sem styðja Úkraínu hafa einfaldlega ekki undan við að framleiða skotfæri.

Gustav Gressel, hernaðarsérfræðingur, sagði í samtali við ZDF sjónvarpsstöðina að frá því að pöntun er lögð fram um einföld skotfæri geti auðveldlega liðið ár þar til kaupandinn fær þau afhent. Hvað varðar þróaðri vopn eins og flugskeyti og hitaleitandi sprengjur geti jafnvel liðið enn lengri tími.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði nýlega að Vesturlönd eigi á hættu að verða uppiskroppa með skotfæri til að senda Úkraínu ef ekki verður hert á framleiðslunni. Hann sagði að Pútín sé að undirbúa nýjar sóknir og af þeim sökum sé enn mikilvægara að auka stuðninginn við Úkraínu, ekki síst með skotfærum og aukinni framleiðslu í vopnaiðnaðinum.

NATO segir að úkraínski herinn skjóti um 5.000 fallbyssukúlum á sólarhring og hafi farið upp í allt að 7.000. Þetta er svipað magn og lítil NATO-ríki eru með á lager á friðartímum.

Talið er að Rússar skjóti allt að 20.000 fallbyssukúlum á sólarhring í tilraunum sínum við að rjúfa úkraínsku varnarlínurnar við Bakhmut og annars staðar.

Þýska varnarmálaráðuneytið segir að Úkraínumenn noti jafnmikið af skotfærum á dag og þýskir vopnaframleiðendur framleiða á hálfu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð