Í pakkanum er gert ráð fyrir útflutningsbanni á ýmsum vörum til Rússlands og er verðmæti þessa útflutnings 11 milljarðar evra.
Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði að með þessu verði Rússar sviptir aðgangi að mikilvægri tækni. „Þessu er beint markvisst að iðnaðarvörum sem Rússar geta ekki fengið annars staðar,“ sagði hún.
Meðal þessara hluta eru íhlutir í raftæki, í vélar og ákveðnar gerðir ökutækja.
Einnig verður útflutningur á 47 rafmagnsíhlutum bannaður en þessa íhluti er hægt að nota í rússnesk vopn.