Eru tölvuþrjótarnir sagðir hafa reynt að stela sem nemur rúmlega 350 milljónum íslenskra króna af bankareikningum borgarbúa. Það er úkraínska leyniþjónustan SBU sem heldur þessu fram og segist hafa stöðvað þessa fyrirætlun tölvuþrjótanna.
SBU segir að tölvuþrjótarnir séu staðsettir á svæði í Donetsk, sem Rússar hafa á valdi sínu, og starfi með rússnesku leyniþjónustunni. Þeir hafi hringt í banka og þóst vera fulltrúar viðskiptavina þeirra.
Eru þrjótarnir sagðir hafa notað hertekin bankaútibú í Maríupól til að komast yfir upplýsingar um tæplega 4.000 viðskiptavini, þar á meðal fólk sem lést í átökunum um borgina eða var flutt nauðungarflutningum til Rússlands.