fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Brjálað veður víða – Útihús í Höfnum lagðist saman

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. febrúar 2023 13:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá því að útihús í Höfnum lagðist saman í hífandi roki sem nú gengur víða yfir landið. Í tilkynningu lögreglunnar segir:

„Skítaveður og hífandi rok. Viljum ítreka beiðni okkar til íbúa og sérstaklega verktaka á svæðinu að tryggja alla lausamuni. Við vorum að ræsa björgunarsveit út okkur til aðstoðar vegna fjúkandi hluta í umdæminu en til dæmis var garðskúr sem fauk og útihús í Höfnum lagðist saman.“

„Suðvestan hvassviðri gengur yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á norðanverðu landinu. Almannavarnir biðla til fólks að ferðast ekki milli landshluta að óþörfu. Verkefnum björgunarsveita fjölgaði hratt um hádegisbil eftir rólegan morgun,“ segir í samantekt RÚV um veðurástandið um eitt-leytið í dag.

Mbl.is greinir frá því að flestar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallaðar út til aðstoðar vegna óveðursins. Snúist flest verkefni sveitanna um foktjón.

Klæðning fauk utan af Urriðaholtsstkóla í morgun og í Breiðholti hafa þakplötur losnað af nokkrum húsum. Í Kópavogi hefur fólk átt í erfiðleikum með að loka svaladyrum.

„Vinnupall­ar hafa sömu­leiðis farið af stað á Seltjarn­ar­nesi, stórt skilti brotnaði í Skeif­unni og þak­plöt­ur hafa losnað af íþrótta­húsi Versl­un­ar­skól­ans,“ segir í frétt mbl.is.

Á höfuðborgarsvæðinu mun veðrið ekki ganga niður fyrr en seint í kvöld.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár