fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

VR styrkir rannsókn Píeta um 6 milljónir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2023 16:42

Mynd frá undirritun: Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Sigríður Björk Þormar, formaður Píeta samtakanna.Þórir Hilmarsson, í stjórn VR og Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VR hefur veitt Pieta samtökunum styrk að upphæð 6 milljónir króna, til að láta framkvæma rannsókn á sjálfsvígum á Íslandi. Sá vandi sem sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum fylgir er ekki takmarkaður við fjörtjón þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Sjálfsvígsatferli hefur óhjákvæmilega einnig alvarleg andleg, félagsleg og jafnvel líkamleg áhrif á vini og aðstandendur, og geta slík áhrif staðið árum eða jafnvel áratugum saman.

Rannsóknin, sem VR styrkir, verður framkvæmd af hálfu Rannsókna & greiningar, fyrir hönd Pieta samtakanna. Rannsókninni er ætlað að vera lóð á vogarskálar aukinnar þekkingar á þessu sviði hér á landi. Einkum er rannsókninni ætlað að verða til gagns fyrir frekara þróunarstarf til varnar gegn sjálfsvígum á Íslandi. Niðurstaðna rannsóknarinnar er að vænta næsta haust og verður þá haldið málþing um þetta brýna viðfangsefni, sem hvílir á svo mörgum. Að sögn Dr. Sigríðar Bjarkar Þormar formanns stjórnar Pieta samtakanna er þörf á nákvæmri greiningu gagna til að átta sig betur á þeim þáttum sem mikilvægast er að beina forvörnum að eða leggja mesta áherslu á í meðferð. Mun þetta skref vera mikilvægt fyrsta skref í þeirri nálgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks