fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar fordæma framkomu verkfallsvarða

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 17:02

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma verkfallsvarða Eflingar er fordæmd.

„Samtök ferðaþjónustunnar fordæma framkomu verkfallsvarða Eflingar við gesti og starfsfólk Íslandshótela síðustu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Saka samtökin verkfallsverði um að hafa reynt vísvitandi að valda æsingi og uppsteyt:

„Það er eðlileg krafa að verkfallsvarsla fari fram með yfirveguðum hætti. Verkfallsverðir Eflingar hafa síðustu daga sýnt einbeittan vilja til að valda æsingi og uppsteyt að óþörfu á hótelum þar sem verkfall er í gildi. Þá hafa þau gengið á og sakað starfsfólk í öðrum stéttarfélögum og starfsfólk annarra fyrirtækja sem sannanlega á ekki að vera í verkfalli um verkfallsbrot að ósekju og sýnt af sér ógnandi framkomu gagnvart þeim. 

Síðast en ekki síst hefur þessi framkoma Eflingarfólks valdið óþarfa truflun og ónæði fyrir erlenda gesti, sem eiga engan hlut í vinnudeilum hér á landi, skaðað upplifun þeirra og valdið vanlíðan. Æsingur og ógnandi framkoma verkfallsvarða Eflingar á ekkert erindi við erlenda gesti.

Samtök ferðaþjónustunnar skora á Eflingu að láta þegar af slíkum aðferðum, enda ljóst að markmiðum um verkfallsvörslu verður náð með mun yfirvegaðri hætti.“  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla