fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Flugumferðarstjóri sem sakaður var um kynferðisbrot stefnir Isavia

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 20:35

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugumferðarstjóri sem rekinn var frá Isavia vegna atviks á bjórkvöldi á vegum stéttarfélags flugumferðarstjóra árið 2020 hefur höfðað skaðabótamál á hendur Isavia. RÚV greinir frá þessu.

Hérasdómur vísaði skaðabótamálinu frá en Landsréttur hefur nú fellt þann úrskurð úr gildi og ber héraðsdómi núna að taka málið fyrir.

Flugumferðarstjórinn og samstarfsmaður hans voru kærðir til lögreglu vegna umrædds atviks og voru þeir sagðir hafa brotið gegn konu um tvítugt sem var nemandi í flugumferðarstjórn.

Flugumferðarstjórinn krefst skaðabóta frá Isavia, hann telur telur uppsögnina hafa verið ólögmæta og valdið honum tjóni. Isavia hafi brotið með saknæmum hætti gegn réttindum hans og hvorki fylgt viðeigandi reglum né þeim skyldum sem á félaginu hvíldu. Tjón hans felist í tekju- og réttindatapi, röskun á stöðu og högum ásamt orðsporstjóni sem sé til þess fallið að takmarka starfsmöguleika hans til framtíðar.

Sjá nánar á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti