fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Ásmundur segir ríkissáttasemjara í fullum rétti – „Treysti því að hans dómgreind sé þokkaleg“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 08:49

Ásmundur treystir því að dómgreind Aðalsteins Leifsson, ríkissáttasemjara, sé þokkaleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Stefánsson þekkir vel til vinnumarkaðarins og samningamála en hann var lengi forseti ASÍ, síðan ríkissáttasemjari og er menntaður hagfræðingur. Hann segist undrast yfirlýsingar stéttarfélaga þar sem þau efast um lögmæti þess að ríkissáttasemjari leggji fram miðlunartillögu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Ásmundi að heimild ríkissáttasemjara til að gera þetta sé óumdeild og hún ráðist eingöngu af mati sáttasemjara á stöðu viðræðna.

Hann sagði einnig að heimildin sé skýr og mörg fordæmi séu fyrir að henni sé beitt.

Á síðustu fjörutíu árum hafa þrjátíu miðlunartillögur verið lagðar fram og af þeim var um þriðjungur felldur.

Hann sagði ljóst að deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafi verið komin stál í stál og miðlunartillaga sé verkfæri ríkissáttasemjara til að brjóta þá stöðu upp. „Ég hef ekki nokkra ástæðu til annars en að treysta því að hans dómgreind sé þokkaleg. Allavega er það hreinlega skylda hans að leggja fram miðlunartillögu ef hann metur sem svo. Deilan er greinilega að stigmagnast núna. Það stendur yfir atkvæðagreiðsla um afmarkað verkfall á hótelum, þar sem reyndar er mjög lítill hópur á ferðinni og mjög fáir sem geta tekið ákvörðun um afdrifaríka deilu,“ sagði Ásmundur.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“