Það hefur ekki farið framhjá mörgum að fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er búinn að endurvekja útvarpsþáttinn Harmageddon á efnisveitu sem hann og eiginkona hans, matreiðslumaðurinn Helga Gabríela Sigurðardóttir, hafa stofnað – Brotkast.
Fór veitan af stað með miklum látum og segja má að Twitter hafi hreinlega farið á hliðina. Vakti sérstaklega athygli myndskeið sem birtist úr einum þættinum þar sem Frosti svarar gagnrýninni á Twitter en þar kallaði hann uppistandarann Stefán Vigfús „hökulausan maðk“ og sagði að Stefán hefði gott af því að fá högg á kjaftinn.
Bætti þá enn í gagnrýnina. Nú hefur það vakið athygli að Helga Gabríela greip til varnar fyrir eiginmann sinn á eina Twitter-færslu, en þar skrifaði hún tvær athugasemdir sem hafa vakið töluvert umtal. Þeim athugasemdum hefur nú verið eytt en skjáskot af þeim hafa gengið manna á milli.
Ummælin hér að ofan hafa vakið mikla athygli og orðið tilefni margra tísta þar sem gert er grín að þeirri fullyrðingu Helgu að það hjálpi fólki að næla sér í bólfélaga að fara á hlaupabretti.
Vona það verði ekki röð á hlaupabrettin á morgun í ræktinni kv ein mega gröm😭
— Agnes Bàra (@bara_agnes) January 27, 2023
Eignaðist barn nr. 4 í sept.
Þá fór hlaupabrettið niður í kjallara.— Sindri Geir 🇺🇦🇵🇸 (@sindrigeir) January 27, 2023
Hann: Þessi er netníðingur en hahah sjáið hvað þessi er asnalegur í framan! Það ætti að kýla hann! Ég fæ sko nóg að ríða.
Hún: Þú ert netníðingur en sjitt hvað þú ert feit, þarft að fara að hlaupa og breyta mataræðinu svo þú fáir eitthvað að ríða.
Og þau fundu hvort annað ❤️❤️
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) January 26, 2023
Ef ein þú býrð með átta ketti,
með enga von á þessum hnetti,
ert vond og gröm
og varasöm
þá lífið hefst á hlaupabretti.— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 26, 2023
Er að stofna hópinn Útriðnar hlaupadruslur. Eina sem þarf til að geta verið með er að vera til í að taka trylling á hlaupabrettinu. DM fyrir áhugasamar
— 🏳️🌈 Brynhildur Breiðholtsdóttir 🏳️🌈 (@BrynhildurYrsa) January 26, 2023
Ég er pínu hrifin af þessari marketing hjá Helgu Gabríelu
— glówdís (@glodisgud) January 26, 2023
Omfg, girl. Varstu á hlaupa bretti? pic.twitter.com/e7s1sspgPU
— Henrý (@henrythor) January 27, 2023
Ég fer bara í ræktina svo kærastan mín vilji sofa hjá mér. 😬
— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) January 27, 2023
Þið trúið ekki hvað gerðist í sambandinu eftir að ég fór að hlaupa aftur.
— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 26, 2023
— slemmi (@selmalaraa) January 26, 2023
Ég fer aldrei á brettið. Þið vitið hvað það þýðir 🥺
— 𝚁 𝙰 𝙶 𝙶 𝙰 🦋 (@raggaj89) January 26, 2023
Hljóp á bretti í gær. Þið vitið hvað gerðist næst.
— Ninna Karla 🇺🇦 (@NinnaKarla) January 26, 2023
Var búinn að sakna þess að sjá 2014-2016 era twitter beef pic.twitter.com/40yh1OyK4L
— Siffi (@SiffiG) January 26, 2023
Sko ég á ekki hlaupabretti & var samt að ríða. Það er þetta heilbrigða við að eiga maka sem dæmir þig ekki út frá holdafari. Mæli með 🤍
— ernuland (@ernuland) January 27, 2023
Varaþingmaðurinn Lenya Rún Taha Karim bendir þó á að bæði ummælin sem og grínið sem hefur verið gert tengt þeim geti verið særandi. Sjálf glímir Lenya við átröskun og segir að ef ummælum sem þessum hefði verið beint til hennar hefði henni farið aftur í bata sínum.
Tanja Ísfjörð, meðlimur Öfga, sem önnur ummæli Helgu beindust að, segir að það sé vont að sjá umræðuna gefa til kynna að um einfaldar deilur á Twitter hafi verið að ræða milli hennar og Helgu og það sé vont að sjá fólk taka þátt í gríni um ummælin enda hafi Helga þar verið að „kýla niður“.
Það er eitt að vera líkamssmánuð með átröskun en upplifunin eftir það – að sjá fólk taka þátt í gríni þar sem var kýlt niður og líkamssmánunin sem ég varð fyrir smættuð niður í twitter beef var á öðru leveli.
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) January 27, 2023
Tanja svaraði líka Helgu og sagði að af heilsufarsástæðum geti hún ekki farið á hlaupabretti en það sé „flott hjá þér að kýla niður til að reyna að upphefja sjálfa þig. Ég finn mjög til með þér.“
Frosti skrifaði í dag færslu þar sem hann sagði það kaldhæðnislegt að lesa pistil eftir framkvæmdastjóra Heimildarinnar þar sem fjallað var um ummæli Frosta í garð Stefáns. Þar sagði Frosti að ummæli hans hefðu verið svar við endurteknu netníði þar sem veist hefur verið að persónu hans og mannorði. Frosti ætli ekki að biðjast afsökunar á því að hafa staðið upp gegn ofbeldi „netníðinga“.
Eins og áður segir hafði Helga Gabríela eytt ummælunum umdeildu í gær, fáeinum klukkustundum eftir að þau birtust.