fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Helga Gabríela kom Frosta til varnar og setti allt á hliðina – „Hvernig væri að fara að skella sér á hlaupabrettið?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. janúar 2023 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er búinn að endurvekja útvarpsþáttinn Harmageddon á efnisveitu sem hann og eiginkona hans, matreiðslumaðurinn Helga Gabríela Sigurðardóttir, hafa stofnað – Brotkast.

Fór veitan af stað með miklum látum og segja má að Twitter hafi hreinlega farið á hliðina. Vakti sérstaklega athygli myndskeið sem birtist úr einum þættinum þar sem Frosti svarar gagnrýninni á Twitter en þar kallaði hann uppistandarann Stefán Vigfús „hökulausan maðk“ og sagði að Stefán hefði gott af því að fá högg á kjaftinn.

Bætti þá enn í gagnrýnina. Nú hefur það vakið athygli að Helga Gabríela greip til varnar fyrir eiginmann sinn á eina Twitter-færslu, en þar skrifaði hún tvær athugasemdir sem hafa vakið töluvert umtal. Þeim athugasemdum hefur nú verið eytt en skjáskot af þeim hafa gengið manna á milli.

Ummælin hér að ofan hafa vakið mikla athygli og orðið tilefni margra tísta þar sem gert er grín að þeirri fullyrðingu Helgu að það hjálpi fólki að næla sér í bólfélaga að fara á hlaupabretti.

Varaþingmaðurinn Lenya Rún Taha Karim bendir þó á að bæði ummælin sem og grínið sem hefur verið gert tengt þeim geti verið særandi. Sjálf glímir Lenya við átröskun og segir að ef ummælum sem þessum hefði verið beint til hennar hefði henni farið aftur í bata sínum.

Tanja Ísfjörð, meðlimur Öfga, sem önnur ummæli Helgu beindust að, segir að það sé vont að sjá umræðuna gefa til kynna að um einfaldar deilur á Twitter hafi verið að ræða milli hennar og Helgu og það sé vont að sjá fólk taka þátt í gríni um ummælin enda hafi Helga þar verið að „kýla niður“.

Tanja svaraði líka Helgu og sagði að af heilsufarsástæðum geti hún ekki farið á hlaupabretti en það sé „flott hjá þér að kýla niður til að reyna að upphefja sjálfa þig. Ég finn mjög til með þér.“

Frosti skrifaði í dag færslu þar sem hann sagði það kaldhæðnislegt að lesa pistil eftir framkvæmdastjóra Heimildarinnar þar sem fjallað var um ummæli Frosta í garð Stefáns. Þar sagði Frosti að ummæli hans hefðu verið svar við endurteknu netníði þar sem veist hefur verið að persónu hans og mannorði. Frosti ætli ekki að biðjast afsökunar á því að hafa staðið upp gegn ofbeldi „netníðinga“.

Eins og áður segir hafði Helga Gabríela eytt ummælunum umdeildu í gær, fáeinum klukkustundum eftir að þau birtust.

Sjá einnig: Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir