fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Reyndi að stinga lögregluna af á ofsahraða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 04:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gáfu ökumanni einum merki um að stöðva aksturinn skömmu eftir miðnætti sinnti hann þeim ekki og jók hraðann. Á ofsahraða reyndi hann að komast undan lögreglunni. Þetta endaði með að bifreið hans endaði utan vegar og litlu mátti muna að hún endaði inni í garði. Ökumaðurinn tók þá til fótanna en var hlaupinn uppi af fótfráum lögreglumönnum. Hann reyndist vera eftirlýstur vegna annarra mála og auk þess er hann grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Hann var vistaður í fangaklefa.

Um klukkan hálf eitt réðst farþegi á leigubílstjóra og beitti hann ofbeldi. Hann olli einnig skemmdum á leigubifreiðinni. Farþeginn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Einn var handtekinn vegna líkamsárásar á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt. Allir eru þeir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Einn þeirra svaf undir stýri bifreiðar sinnar á gatnamótum þegar lögreglan hafði afskipti af honum.

Á níunda tímanum missti ökumaður stjórn á bifreið sinni og ók á vegrið. Bifreiðin var óökufær á eftir en engin slys urðu á fólki.

Á tólfta tímanum ók ökumaður út af veginum í Heiðmörk. Hann kenndi sér meins en afþakkaði aðstoð sjúkraflutningamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“