Um klukkan hálf eitt réðst farþegi á leigubílstjóra og beitti hann ofbeldi. Hann olli einnig skemmdum á leigubifreiðinni. Farþeginn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Einn var handtekinn vegna líkamsárásar á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hann var vistaður í fangageymslu.
Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt. Allir eru þeir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Einn þeirra svaf undir stýri bifreiðar sinnar á gatnamótum þegar lögreglan hafði afskipti af honum.
Á níunda tímanum missti ökumaður stjórn á bifreið sinni og ók á vegrið. Bifreiðin var óökufær á eftir en engin slys urðu á fólki.
Á tólfta tímanum ók ökumaður út af veginum í Heiðmörk. Hann kenndi sér meins en afþakkaði aðstoð sjúkraflutningamanna.