Í fréttum dagsins báru hæst rafbyssur og handbolti.
Um 1000 börn treystu sér ekki til að mæta í skólann samkvæmt könnun árið 2019. Ætla má að í dag sé fjöldinn mun meiri, eftir heimsfaraldur. Verkefnastjórar hjá BUGL ræða málið.
Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir fjárskort og manneklu stærsta vandamálið þegar kemur að sálfræðiþjónustu. Brottfall sé úr stéttinni og dæmi um að sálfræðingar hverfi til annarra starfa í leit að betri starfskjörum.
Og kvikmyndaáhugamaður sem býr í Danmörku hefur fengið inni í Husets Biograf í Kaupmannahöfn og ætlar að hald bíósýningar á íslenskum myndum einu sinni í mánuði. Næstum er uppselt á fyrstu sýninguna sem er í febrúar en þá verður Djöflaeyjan sýnd.