fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn tilkynnir veikindi og leitar sér hjálpar – „Þetta reddast eins og allt hitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. janúar 2023 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti fisksali og athafnamaður Kristján Berg, Fiskikóngurinn, hefur dregið sig í hlé frá störfum tímabundið vegna andlegra veikinda.

Hann greinir frá þessu í opinni færslu á Facebook í kvöld. Þar tekur hann fram að fyrirtæki hans gangi vel og fjölskyldan dafni en sjálfur er hann ekki eins og hann á að sér að vera:

„Árið byrjar glæsilega, en eitthvað er geðheilsan að stríða mér. Er búinn að vera slappur undanfarna mánuði og ekki alveg eins og ég er vanur að vera. Yfirleitt er èg fullur af orku og hugmyndum og hausinn virkur. En undanfarna 10-20 mánuði, þá hefur einhver skrúfa/ur verið lausar.“

Hann segist vera að vinna í sjálfum sér og muni koma til baka. Hann nýtur þjónustu góðs sálfræðings en biður um ábendingar um góðan geðlækni. Kristján tekur fram að hann sé ekki að biðja um vorkunn eða „læk“ á færsluna.

„Mikið álag og streita undanfarin ár er líklegasta skýringin, en þetta reddast, eins og allt hitt.

En fjölskyldan er í góðum málum. Fyrirtækin ganga vel, starfsfólkið mitt hefur verið súper flott og bara ótrúlegt að vera með þennan bakhjarl, fjölskyldu, vini og starfsfólk. Met það mikils.

Ég reyni mitt besta í starfi og leik à meðan, eða þangað til ég næ heilsunni 100%. Öll fyrirtækin verða opin og í rekstri og ég eitthvað á vappi í þeim áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“