Íranir hengdu í vikunni Alireza Akbari, breskan og íranskan, ríkisborgara á grundvelli þess að Akbari hefði gert sekur um njósnir og spillingu. Aftaka Akbari var liður í hrinu slíkra aðgerða sem írönsk stjórnvöld fyrirskipuðu á meðan alda mótmæla gegn manréttindabrotum geisar í landinu.
Akbari, sem starfaði innan íranska stjórnkerfisins, var ákærður og fundinn sekur um að hafa starfað sem njósnari fyrir bresku leyniþjónustuna MI6 og var sagður hafa þegið um 300 milljónir króna, í ýmsum gjaldmiðlum, fyrir þjónustu sína.
Samkvæmt írönskum miðlum var Akbari sakaður um að skaffað óvinum íranska ríkisins upplýsingar um 178 mikilvæga einstaklinga í Íran, þar á meðal kjarnorkusérfræðinginn Mohsen Fakhrizadeh, sem myrtur var í fyrirsát með vélbyssu sem stjórnað var með gervihnetti í nóvember árið 2020. Svo nákvæm og vel skipulögð var árásin að af þeim 13 skotum sem skotið var að Fakhrizadeh þá hæfði ekkert þeirra eiginkonu hans sem sat við hlið hans.
Akbari var sagður hafa falið njósnir sínar í gegnum einkafyrirtæki sem einbeitti sér að rannsóknum og ýmiskonar viðskiptum og verið í beinu sambandi við bresk einkafyrirtæki sem stýrt var af leppum leyniþjónustunnar.
Hæstiréttur Íran staðfesti svo dauðadóm Akbari og sagði hann byggjast á óyggjandi sönnunargögnum.
Sjá einnig: Vel skipulagt morð á irönskum kjarnorkusérfræðingi
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi aftökuna. Í stuttri yfirlýsingu á Twitter kallaði hann aftökuna illgjarna og huglausa. Hún hefði verið framkvæmd af villimannslegri einræðisstjórn sem bæri enga virðingu fyrir mannréttindum borgara sinna.
„Hugur minn er hjá vinum og fjölskyldu Alireza,“ skrifaði Sunak.
I am appalled by the execution of British-Iranian citizen Alireza Akbari in Iran.
This was a callous and cowardly act, carried out by a barbaric regime with no respect for the human rights of their own people. My thoughts are with Alireza’s friends and family.
— Rishi Sunak (@RishiSunak) January 14, 2023