fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Mikil gagnrýni á Guðmund eftir tapið gegn Ungverjum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. janúar 2023 23:32

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekkert gengur og Ungverjar byrja að saxa á forskotið! HVAR VAR td. stórskyttan ÓLI Guðmunds??? Hann er á sínum gamla heimavelli en er farinn að skjóta rótum á BEKKNUM? Er hann meiddur? Þjálfarinn VERÐUR að fara að svara spurningum um hvort hann TREYSTI bara 9 mönnum í landsliðinu eða hvort þetta er bara þrjóska! Hvernig eiga 9 menn að standa undir heilu heimsmeistaramóti? Ég bara spyr, eins og ALLIR hanboltaspekingar landsins eru að gera: TREYSTIR HANN EKKI þeim mönnum sem komu inn á síðasta EM móti og „brilleruðu“ þegar „stjörnurnar“ smituðust af kvefpestinni?“ segir maður að nafni Davíð Löve á Facebook í kvöld.

Eins og gjarnan gerist þegar illa gengur þá hefur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari verið gagnrýndur harðlega eftir tap Íslands gegn Ungverjalandi á HM í handbolta. Íslenska liðið var mun sterkara lengst af leiknum og komst um tíma í sex marka forystu. En leikur liðsins hrundi á lokakaflanum þegar Ungverjar skoruðu 11 mörk gegn 3.

Guðmundur er gagnrýndur fyrir að skipta of lítið inn á og treysta of lengi á sömu mennina sem síðan tóku að lýjast, að virtist, miðað við alla tæknifeilana og misheppnuðu skotin á lokakaflanum.

„Svakalegt að hlusta á viðtal við þjálfara liðsins eftir leik og taka ekki gramm af ábyrgð á sig. Tæknifeilar leikmanna sem um er að kenna. Á sama tíma og fyrirliðinn talar um þreytu eftir leik tvö. Og svo spyrja menn Gumma ekki að neinu sem skiptir máli,“ segir Arnar Sveinn Geirsson á Twitter.

Guðmundur Marinó segir:

„Munið þið þegar Covid rúllaði liðinu? Svo var framlengt við Gumma. Já ég er pirraður.“

Er þarna vísað til þess að á EM í fyrra missti liðið marga leikmenn vegna Covid-smita en náði samt mjög góðum árangri með þeim leikmönnum sem komu inn í staðinn.

Hinn eini sanni Gaupi, kjarnar leikinn með  þessum orðum:

„Þetta er og var algjört klúður. Yfirspenna varð okkur að falli. Lykilmenn höfðu ekki orku. Því miður. Nú er það næsta mál.Eina.“

Aðrir netverjar benda á að íslenska liðið hafi mikla breidd en hún hafi ekki verið notuð heldur keyrt á sömu leikmönnunum of lengi.

Aron Laxdal segir:

Rikki G er síðan með áhugavert sjónarhorn:

Loks þetta:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“