fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Óli Stef svarar pillu sem Guðmundur sendi heim til Íslands eftir tap – ,,Kemur honum bara ekkert við“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. janúar 2023 16:48

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands beindi orðum sínum hingað heim í viðtali á RÚV eftir leik / Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stefáns­son, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í hand­bolta undraðist á um­mælum Guð­mundar Guð­munds­sonar, lands­liðs­þjálfara ís­lenska lands­liðsins í hand­bolta í við­tali á RÚV eftir tap Ís­lands gegn Þýska­landi í æfingar­leik í dag. Guð­mundur lýsti yfir furðu sinni á væntingum í garð liðsins hér heima þar sem talað væri líkt og Ís­land hefði átt að vinna skyldu­sigra á Þjóð­verjum um helgina.

Ís­­lenska lands­liðið í hand­­bolta tapaði í dag fyrir Þjóð­verjum í loka­­leik liðanna fyrir komandi heims­­meistara­­mót. Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og lauk honum með tveggja marka sigri Þjóð­verja, 33-31 en Ís­land vann leik liðanna í gær.

Eftir leik dagsins var Guð­mundur, spurður að því í við­tali á RÚV hvort honum fyndist ís­lenska lands­liðið standa á svipuðum stað og hann vonaðist til á þessum tíma­punkti, fjórum dögum fyrir fyrsta leik á HM.

,,Já ég myndi segja það,“ svaraði Guð­mundur og beindi síðan orðum sínum heim til Ís­lands. ,,Fólk er farið að tala um það heima, eins og við höfum orðið varir við, að við séum að spila hérna í Þýska­landi og hér eigi að vinna skyldu­sigra.“

Íslendingar hafi verið að spila við eina stærstu hand­bolta­þjóð í heimi, á úti­velli, fyrir framan þúsund á­horf­endur.

,,Þetta er ekkert ein­falt verk­efni að klára fyrir liðið. Í raun finnst mér liðið eiga mikið hrós skilið fyrir það hvernig við höfum farið inn í þessa leiki. Höfum átt hér tvo jafna leiki, unnum í gær og töpum naumt í dag. Það finnst mér sína á­kveðinn styrk hjá liðinu.“

Þessi um­mæli Guð­mundar voru tekin fyrir í setti hjá RÚV eftir leik þar sem fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­mennirnir Ólafur Stefáns­son og Logi Geirs­son sátu í sæti sér­fræðinga en Logi hafði áður lýst skoðun sinni á þýska liðinu sem hann sagði ekki gott lið.

Ólafur var ekki hrifinn af því að ís­lenska lands­liðið væri að fylgjast með um­fjölluninni um liðið hér heima og væntingunum sem gerðar eru til liðsins.

,,Gummi á ekkert að vera pæla í því hvað við erum að pæla. Það í raun kemur honum bara ekkert við. Hann á bara að halda sinni línu, hann veit hvað hann getur og hvað liðið getur, væntingar á Ís­landi eiga ekki að fara inn í gott lið.

Gott lið á ekkert að vera fylgjast með hvað er á MBL, það bara kemur þeim ekkert við. Þeir eiga bara að halda sínu, Gummi á að halda sínu og við megum bara segja það sem við viljum og munum gera það.“

Ís­land hefur leik á HM í hand­bolta á fimmtu­daginn næst­komandi þegar að liðið mætir Portúgal. Auk Portúgal er Ís­land í riðli með Ung­verja­landi og Suður-Kóreu.

Væntingarnar í garð ís­lenska liðsins eru miklar enda vel mannað lið og breiddin í leik­manna­hópnum sjaldan verið eins góð. Veð­bankar hafa verið að spá liðinu 5. sæti á mótinu og vonast Ís­lendingar til þess að geta fagnað verð­launa­sæti á nýjan leik er kemur að árangri lands­liðsins í hand­bolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni