fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Útlendingastofnun búin að gefa þrisvar í röð út ónothæf skírteini fyrir konu – Lögregla kölluð á staðinn þegar eiginmaðurinn æsti sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. janúar 2023 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Óli Pálmarsson og eiginkona hans Yara Zein, sem er frá Líbanon, lentu í miklum hremmingum á ferð sinni til Íslands frá heimalandi Zein, vegna skírteinis sem Útlendingastofnun hafði gefið út fyrir Yöru, til sönnunar því að hún hafi dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi. Þegar hjónin millilentu í Frankfurt í Þýskalandi, á leiðinni sinni til Íslands, eftir heimsókn til Líbanon, kom í ljós að gildistími kortsins var ólæsilegur og lítur út eins og átt hafi verið við kortið.

Þetta hafði í för með sér langa rekistefnu með mörgum landamæravörðum. Guðmundur segir að það hafi ráðið úrslitum að þeim var hleypt frá Þýskalandi að hann var með í för og gat framvísað íslensku vegabréfi. „Það var ekki fyrr en ég sagði þeim að kortið væri sennilega betur prentað ef það væri falsað, því jú aðeins ríkisstofnun gæti verið svona vanhæf, að þeir ákváðu að taka sjens og hleypa henni inn,“ segir Guðmundur í frásögn sinni af málinu. Þau misstu hins vegar af fluginu heim frá Frankfurt og þurftu að taka annað flug.

Sögunni lýkur þó ekki hér því þau hjónin hafa nú, eftir mikinn eftirrekstur, fengið stofnunina til að gefa út tvö skírteini í viðbót, en niðurstaðan er alltaf sú sama, gildistími allra þriggja kortanna er ólæsilegur og líkist því að átt hafi verið við kortin. Því vofir ávallt yfir hjónunum sú hætta að þau verið stöðvuð á landamærum og komist ekki leiðar sinnar því Yara virðist vera með fölsuð skilríki.

„…nú er Yara að fara að heimsækja gamla heimalandið án mín, og höfum við því skiljanlega miklar áhyggjur af því að henni verði einfaldlega vísað frá landamærum Þýskalands á heimleiðinni, með kortið sem hún virðist hafa fengið úr Kókópöffspakka frekar en frá alvöru ríkisstofnum,“ segir Guðmundur í frásögn sinni af þessum hremmingum.

Hann lýsir því jafnframt að hann hafi brýnt raustina er hann reyndi að fá fjórða skírteinið útbúið en fékk neitun. Var þá lögregla kölluð til en að hans sögn hurfu lögreglumenn á braut er þeir áttuðu sig á því að ekkert kallaði á afskipti þeirra. „Eftir að lögregluþjónarnir voru horfnir á braut í önnur verkefni sem ég ætla rétt að vona að hafi verið meira aðkallandi vorum Útlendingastofnun og ég komin í hálfgert þrátefli. Yfirmaður stofnunarinnar (eða allavega hæstráðandi á vakt) sagði mér að nýtt kort yrði ekki gert, og við þyrftum þá bara að taka sjensinn. Að lokum féllust þau þó á að prenta út eitthvað bréf sem Yara þarf að hafa með sér, lendi hún í því að vera stöðvuð aftur á landamærum Þýskalands á leið heim til Íslands,“ segir Guðmundur í pistli sínum.

Hann bendir jafnframt á að afgreiðslutími hjá stofnunni sé einstaklega stuttur og þegar þau hjónin freistuðu þess að fá úrlausn sinna mála síðast hafi um 30 manns beðið afgreiðslu og um tíma aðeins einn starfsmaður verið að sinna fólkinu, og síðan tveir.

„Það þarf aðeins reyna að fá þessa stofnun til að vinna vinuna sína. Útlendingalöggjöfin er eins og hún er og það er kannski ekki stofnuninni að kenna en að vinnubrögðin séu svona er út í hött og þau myndu aldrei samþykkja að skilríki eða gögn sem við skiluðum inn væru svona illa prentuð,“ segir Guðmundur í samtali við DV.

Sjá nánar með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks