fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
FókusFréttir

Latínskir vonbiðlar sjá ekki sólina fyrir Maríu Sigrúnu sem hefur slegið í gegn á Tiktok

Fókus
Laugardaginn 7. janúar 2023 15:25

María Sigrún hefur slegið í gegn á Tiktok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það framtak Ríkisútvarpsins að miðla efni frá fréttastofu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefur gefist vel. RÚV hóf innreið sína á miðilinn í byrjun október og er markmiðið að birta örskýringar um ýmis fréttamál, ekki síst fyrir yngri kynslóðina sem að sækir flestar sínar frétt og upplýsingar í gegnum samfélagsmiðla.

Á föstudögum er þó stundum birt léttara efni, iðulega eitthvað sem gerist bak við tjöldin á hinni líflegu fréttastofu. Eins og gefur að skilja er slíkt skemmtiefni oft vinsælla en fréttaefnið en eitt myndband hefur gjörsamlega slegið í gegn og það á heimvísu.

Umrætt myndband er af Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, fréttakonu og þulu á fréttastofu RÚV þar sem hún er að gíra sig upp í beina útsendingu með óvenjulegum hætti. Rapplagið „It Was a Good Day“ með fjöllistamanninum IceCube ómar í stúdíóinu í Efstaleiti og María Sigrún tekur vel undir og er greinilega með allt á hreinu í rappfræðunum.

Nýtur sérstakra vinsælda í latínsku Ameríku

Myndabandið naut strax mikilla vinsælda á Tiktok en hefur verið að bæta verulega í undanfarna daga. Þannig voru áhorfin orðin um 2 milljónir í byrjun vikunnar en þegar þessi orð eru skrifuð hafa áhorfin rofið 2,5 milljóna múrinn. Þá er ekki öll sagan sögð því fjölmargir Tiktok-notendur hafa endurbirt myndbandið á sínum rásum og fengið milljónir áhorfa sömuleiðis.

Fréttakonan glæsilega nýtur að því er virðist sérstakra vinsælda í latínsku-Ameríku en sjá má fjölmargar athugasemdir við myndbandið frá því horni heimsins þar sem María Sigrún er dásömuð í bak og fyrir. Þá herma vafasamar heimildir Fókus að eitthvað sé um að smeðjuleg skilaboð frá latínskum vonbiðlum hafi borist RÚV og Maríu Sigrúnu persónulega.

Ólíklegt er þó að María Sigrún muni slaufa fréttaferlinum og gerast samfélagsmiðlastjarna en þó skal aldrei útiloka neitt!

Hér geta lesendur séð myndbandið vinsæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“