Þá eru tveir aðilar í fangageymslu eftir vaktina en þeir eru grunaðir um að dvelja ólöglega hér á landi. Annar þeirra var handtekinn þegar afskipti voru höfð af honum á Miðborgarsvæðinu vegna gruns um vörslu fíkniefna en við skoðun vaknaði grunur um að hann dvelji ólöglega hér á landi. Hinn var handtekinn í Kópavogi vegna gruns um vörslu fíkniefna og vaknaði þá grunur um að hann dvelji ólöglega hér á landi.
Tveir ökumenn voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra hafði ekið bifreið sinni út af vegi í Háaleitis- og Bústaðahverfi og fest hana í snjóruðningi.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi og var sá grunaði látinn laus að skýrslutöku lokinni.