Sérsveita ríkislögreglustjóra var ekki sérstaklega kölluð til vegna handtöku á áhrifavaldinum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Frá þessu greinir Morgunblaðið en en samkvæmt Lögreglunni á Húsavík voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra voru þó á staðnum og tóku þátt í aðgerðinni.
DV greindi frá handtökunni í gærkvöldi en í samkvæmt heimildum miðilsins snerist handtakan um meinta aðild Kristjáns Einars, sem gjarnan er nefndur Kleini, að alvarlegri líkamsárás. Kleini, sem var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu, segir að handtakan hafi snúist um hvort að hann hafi verið að keyra bifreið undir áhrifum vímuefna.