fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 23. september 2022 13:48

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi vegna meintra brota Sigurðar Inga Jóhannssonar gegn siðareglum fyrir alþingismenn á Búnaðarþingi þegar hann viðhafði rasísk ummæli um framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fulltrúi Vinstri grænna í forsætisnefnd er meðal þeirra sem mótmæltu þessari niðurstöðu.

Í niðurlagi bréfs forseta Alþingis til vegna málsins til þess sem kærði málið til forsætisnefndar segir:

„Forsætisnefnd hafa ekki borist aðrar upplýsingar um málavexti en komið hafa fram í fjölmiðlum. Kemur þar fram að SIJ hafi beðist afsökunar á ummælum sínum án þess þó að vilja lýsa þeim nánar eða endurtaka. Þá hefur sá aðili sem ummælin vörðuðu lýst því að hún hafi átt fund með SIJ þar sem hann hafi borið fram „einlæga afsökunarbeiðni“ sem húm hafi meðtekið. … Verður ekki séð að ágreiningur sé um þessa málavexti. Þegar þetta er virt og með hliðsjón af niðurstöðu forsætisnefndar í máli ÁÓÁ, er það mat forsætisnefndar að erindi þitt, gefi ekki tilefni til frekari umfjöllunar og að vísa beri því frá.“

Sjá einnig: Vigdís stígur fram og segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli – „Ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt“

Við afgreiðslu erindis um meint brot Sigurðar Inga Jóhannssonar á siðareglum fyrir alþingismenn á fundi forsætisnefndar 9. september 2022 lögðu Ásthildur Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Jódís Skúladóttir úr Vinstri grænum, ásamt áheyrnarfulltrúunum Andrési Inga Jónssyni úr Pírötum og Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur úr Viðreisn, sameiginlega fram eftirfarandi bókun:

„Mótmælt er ákvörðun fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að vísa frá því erindi sem barst forsætisnefnd um meint brot Sigurðar Inga Jóhannssonar á siðareglum fyrir alþingismenn. Erindið barst þann 8. apríl sl. og nú fimm mánuðum síðar er málinu vísað frá.

Engin efni voru til að draga afgreiðslu málsins mánuðum saman. Töf á afgreiðslu mála sem þessara hefur áhrif á trúverðugleika málsmeðferðar sem og niðurstöðu. Hinn eðlilegi farvegur málsins hefði verið að fá ráðgefandi siðanefnd sem fyrst til að leggja mat á málið, og hvort um brot var að ræða og gefa álit sitt að því loknu, frekar en að vísa erindinu nú frá á grundvelli takmarkaðra upplýsinga. Fer þessi málsmeðferð gegn þeim tilgangi og markmiðum siðareglna fyrir alþingismenn að efla tiltrú og traust almennings á Alþingi.“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins áður en hún svo fyrirgaf Sigurði Inga þar sem hún fordæmdi ummæli hans.  Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv