fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Segir að Pútín sé kominn út í horn og sé til alls vís – Er hann reiðubúinn til að fara alla leið?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 07:30

Pútín er kominn út í horn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er Vladímír Pútín reiðubúinn til að hætta á kjarnorkustríð til að komast hjá því að játa ósigur?“ þetta er fyrirsögn fréttaskýringar eftir Andrew Rothin á vef The Guardian. Þar fjallar hann um það sem er að gerast í Kreml núna en fyrirhugað var að Pútín ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í fyrsta sinn síðan hann skýrði henni frá því að „sérstök hernaðaraðgerð“ væri hafin í Úkraínu, stríðið sem hann hefur ekki viljað kalla stríð.

Eins og fram hefur komið í fréttum ætla leppstjórnir Rússa á hernumdum svæðum í Úkraínu að efna til „atkvæðagreiðslu“ um að svæðin gangi inn í rússneska ríkjasambandið. Nánar er hægt að lesa um það í umfjöllun DV frá í morgun.

Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi

Pútín ávarpaði þjóð sína fyrir stundu og sagði að búið sé að frelsa íbúa í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia undan yfirráðum nasistastjórnarinnar í Kyiv. Rússar muni nú ræða næstu skref til að vernda fullveldi sitt og styðja vilja íbúanna á þessum svæðum til að ráða sjálfir framtíð sinni.

Hann sagði að Vesturlönd reyni að koma í veg fyrir sjálfstæði og þróun á þessum svæðum og noti grófar aðferðir til að þröngva vilja sínum upp á aðrar þjóðir. Markmið Vesturlanda sé enn að veikja og eyðileggja, þau segi það opinskátt.

Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“

Rothin segir að mikil áhætta felist í væntanlegri innlimun fyrrgreindra svæða í rússneska ríkjasambandið til að stöðva sókn Úkraínumanna. Pútín sé kominn út í horn í Úkraínu og eins og hans sé von og vísa sé hann reiðubúinn til að stigmagna átökin, jafnvel allt að því fara fram á bjargbrún kjarnorkustríðs, frekar en að játa ósigur.

Hann bendir á að ef Rússum tekst ekki að stöðva sókn Úkraínumanna eigi þeir á hættu að missa landsvæði sem þeir hafa haldið síðan 2014. Þetta sé niðurlæging sem Pútín standi frammi fyrir og til að mæta henni hafi hann sett fram nýja hótun: „Atkvæðagreiðslu“ í Donetsk, Luhansk, Zaporizhzhia og Kherson sem gæti orðið til þess að þessi svæði verði innlimuð í Rússland í næstu viku.

Ef svo fer þá verður hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ í Úkraínu að varnarstríði ef Úkraínumenn ráðast á þessi svæði. Það opnar á möguleikann á herkvaðningu og að stríði verði lýst yfir og jafnvel að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Hann segir að Margarita Simonyan, aðalritstjóri ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT og stuðningskona stríðsins, hafi sagt: „Út frá því sem er að gerast og við það að gerast, þá markar þessi vika annað hvort yfirvofandi sigur okkar eða þá að við verðum á brún kjarnorkustríðs. Ég sé engan þriðja möguleika.“

Rothin segir engan vafa á að áætlun Rússa um að efna til atkvæðagreiðslu á hernumdu svæðunum um innlimun þeirra í Rússland og hóta þar með stigmögnun stríðsins sé kúgun og ekkert annað. Úkraínumenn voru fljótir til svara þegar tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar og sögðu þetta aðeins vera tilraun til að stöðva sókn þeirra. „Úkraína hefur fullan rétt til að endurheimta landsvæði sín og mun halda áfram að að frelsa þau, hvað sem Rússland segir,“ sagði Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra landsins.

Rothin veltir upp þeim spurningum hvort þessi hótun Rússa sé ekkert annað en tilraun til að bjarga þeim frá ósigri? Eða hvort þeir séu tilbúnir að fara alla leið?

Hann segir að hugsanlega séu bæði þessi atriði rétt. Ef Úkraína og Vesturlönd blikki, sem sé ólíklegt, verði Pútín ánægður. Ef ekki, þá geti hann sagt að það sem fylgir í kjölfarið sé ekki Rússum að kenna.

Í ávarpi sínu í morgun minnti Pútín Vesturlönd á að Rússar eigi gereyðingarvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Spekileki skellur á Rússlandi

Spekileki skellur á Rússlandi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allt logar í Digraneskirkju – Formaður sóknarnefndar sakaður um ofbeldi – Sóknarnefndin vill fá séra Gunnar aftur

Allt logar í Digraneskirkju – Formaður sóknarnefndar sakaður um ofbeldi – Sóknarnefndin vill fá séra Gunnar aftur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að „atkvæðagreiðslurnar“ muni bjarga milljónum frá þjóðarmorði

Segir að „atkvæðagreiðslurnar“ muni bjarga milljónum frá þjóðarmorði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Pútín hafi gert stór mistök

Segir að Pútín hafi gert stór mistök
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Innbrotsþjófurinn skildi þýfið eftir

Innbrotsþjófurinn skildi þýfið eftir