fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Fréttir

Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 04:42

Pútín hikar ekki við að sækja illmenni í fangelsinn og senda til Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær þá hafa leppstjórnir Rússa á nokkrum hernumdum svæðum í Úkraínu boðað til atkvæðagreiðslu um hvort svæðin eigi að verða hluti af rússneska ríkjasambandinu. Það liggur mikið á því atkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á föstudaginn og ljúka á mánudag. Þetta ber svo brátt að að Rússar og leppstjórnir þeirra reyna ekki einu sinni að láta líta út fyrir að um atkvæðagreiðslur sé að ræða þar sem allt fer heiðarlega fram. Úrslitin hafa verið ákveðin.

Ástæðan fyrir atkvæðagreiðslunum eru ósigrar Rússar á vígvellinum í Úkraínu að undanförnu. Með því að efna til „atkvæðagreiðslu“ og innlima svæðin í Rússland geta Vladímír Pútín og skósveinar hans sagt að um árás á Rússland sé að ræða ef Úkraínumenn ráðast á þessi herteknu svæði. Þar með opnast alveg nýir möguleikar fyrir Pútín í stríðinu við Úkraínu, stríðinu sem hann hefur kallað „sérstaka hernaðaraðgerð“ fram að þessu. Það hefur einmitt bundið hendur hans að kalla stríðið „sérstaka hernaðaraðgerð“ því þá er ekki hægt að senda hermenn til Úkraínu gegn vilja þeirra og því hefur rússneski herinn ekki úr eins miklum mannafla að spila og annars.

Sigrar Úkraínumanna á vígvellinum að undanförnu hafa valdið ringulreið og pirringi í Moskvu en eftir nokkurt hik er Pútín reiðubúinn til að herða mjög á hernaðinum. Fyrrgreindar „atkvæðagreiðslur“ eru einn liður í því.

Atkvæði verða greidd á hernumdum svæðum í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizjzja í suður- og austurhluta Úkraínu um hvort svæðin eigi að verða hluti af Rússlandi. Eins og fyrr sagði eru úrslitin ráðin í þessum „kosningum“. Bæði vegna þess að margir Úkraínusinnaðir íbúar svæðanna eru flúnir frá þeim og vegna þess að hernmámsliðið hefur fulla stjórn á atburðarásinni, þar á meðal talningunni.

Þegar „niðurstöðurnar“ hafa verið kynntar geta stjórnvöld í Moskvu „réttlætt“ innlimun svæðanna í Rússland á sama hátt og þau gerðu þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland 2014 í kjölfar svipaðrar atburðarásar.

Í kjölfar innlimunarinnar geta Rússar sagt að árásir á þessi svæði, þar sem úkraínski herinn er til staðar og sækir víða fram, séu árás á rússneskt land og geta því brugðist við í samræmi við það.

Þá er rétt að hafa í huga að rússneska þingið er nú að fjalla um lagabreytingu sem að mati stjórnmálaskýrenda mun gera stjórnvöldum auðveldarar fyrir við að setja herlög og kalla varalið hersins til starfa.

Tatiana Stanovaja, hjá ráðgjafafyrirtækinu R. Politik og sérfræðingur í málefnum Kreml, sagði að sögn Washington Post á Telegram að Pútín veðji nú á stigmögnun átakanna og nú sé verið að vinna praktíska undirbúningsvinnu fyrir hana. Það sé verið að undirbúa stórstyrjöld og þetta sé alvarlegur viðsnúningur í rökfræði Pútíns hvað viðkemur Úkraínu.

Pútín ætlaði að ávarpa þjóð sína í gærkvöldi en ekki varð af því. Talið er að hann muni gera það nú í morgunsárið. Hefur verið nefnt að hann geri það klukkan 5 eða 6 að íslenskum tíma.

Stanovaja segir að með ákvörðun Pútíns um að lýsa í raun yfir stríði gegn Úkraínu færist stríðið yfir á nýtt og hættulegt stig. Hún segir að eins og staðan er núna þá sé áætlun Pútíns í fjórum liðum.

  1. Hröð innlimum hernumdu svæðanna í Rússland.
  2. Hert átök sem Pútín mun líta á sem árás á Rússland.
  3. Herkvaðning.
  4. Hótanir um beitingu kjarnorkuvopna ef Úkraínumenn hörfa ekki frá herteknu svæðunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar reikna með að 100.000 af herkvöddu hermönnunum falli í vetur

Rússar reikna með að 100.000 af herkvöddu hermönnunum falli í vetur
Fréttir
Í gær

Fjórir lykilþættir varðandi stríðið í Úkraínu

Fjórir lykilþættir varðandi stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi