fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Segir að Pútín ráði ekki lengur ferðinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Völd Pútíns eru hægt og rólega að hverfa úr höndum hans og það horfir heimsbyggðin á.

Þetta er mat Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier.

Hann fylgdist náið með leiðtogafundi Shanghai Cooperation Organisation (SCO) í Úsbekistan í síðustu viku. Þar funduðu leiðtogar Kína, Indlands, Tyrklands, Pakistans, Írans og Rússlands auk leiðtoga nokkurra fyrrum ríkja Sovétríkjanna. Í heildina voru þetta leiðtogar um þriðjungs mannkyns en engir leiðtogar frá Vesturlöndum tóku þátt í fundinum.

Splidsboel sagði að staða Pútíns hafi breyst mikið, hann sé ekki lengur aðalmaðurinn. Það sé ljóst að hann ráði ekki lengur för. Nú séu það Kínverjar sem ráði för, þeir ráði hvað gerist og þá sérstaklega í Miðasíu.

Mörg ríkjanna, sem tóku þátt í fundinum, eru Miðasíuríki sem hafa verið traust fylgiríki Rússlands. Mörg þeirra voru hluti af Sovétríkjunum á sínum tíma.

En nú er Pútín ekki lengur aðalmaðurinn, maðurinn í miðjunni. Það er Xi Jinping, forseti Kína.

„Stríðið í Úkraínu hefur veikt stöðu Rússlands mjög mikið. Mörg af Miðasíuríkjunum vilja bara viðskipti og þau geta þau fengið við Kína,“ sagði Splidsboel í samtali við B.T.

Besta dæmið um að Pútín hefur misst völd og áhrif er að sjá hjá nágrannaríkinu Kasakstan. Þarlendir ráðamenn hafa margoft gagnrýnt Pútín og innrásina í Úkraínu. Það hefur hleypt illu blóði rússneska fjölmiðla og Dmitry Medvedev, fyrrum forseta, sem hafa hótað Kasökum öllu illu.

En meira að segja áhrif Rússlands yfir Kasakstan hafa veikst mikið að sögn Splidsboel sem benti á að Kínverjar hafi nýlega sagt að þeir muni verja fullveldi Kasakstan. „Það get ég ekki túlkað öðruvísi en sem skilaboð til Rússlands. Þeim er beint til Pútíns,“ sagði hann.

Hann sagði að Kínverjar auki sífellt áhrif sín í Miðasíu. Sífellt fleiri Miðasíuríki standi nú með Kínverjum en Rússum þegar atkvæði eru greidd hjá SÞ.

Hann sagði einnig að ummæli Kínverja um stríðið í Úkraínu segi ákveðna sögu. Xi Jinping sagði á fimmtudaginn að Kínverjar hafi „áhyggjur“ af innrásinni. Hvaða áhyggjur sagði hann ekki en samt sem áður eru ummælin athyglisverð að mati Splidsboel. „Þegar ég heyri í Pútín og sé hann, þá virðist sem hann fái ekki að heyra það sem hann vildi heyra frá Kína. Pútín fær í raun ekki stuðning. Það er Kína sem ræður núna. Rússar geta ekki lengur gert það sem þeir vilja. Þetta er að molna hjá Pútín,“ sagði hann.

Það vakti einnig athygli fréttaskýrenda að þegar Pútín fundaði með einstökum þjóðarleiðtogum í tengslum við fundinn í Singapore þá létu þeir hann bíða eftir sér og neyddist Pútín til að bíða vandræðalegur á meðan fyrir framan myndavélarnar. Áður fyrr var það Pútín sem lét þjóðarleiðtoga bíða eftir sér en nú er staðan greinilega gjörbreytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”