fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
Fréttir

Úkraínskir hermenn komnir að rússnesku landamærunum – Hafa náð nær öllu Kharkiv á sitt vald

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 06:02

Ónýtir skriðdrekar í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir hermenn eru komnir að rússnesku landamærunum í Kharkiv-héraði og hafa náð öllu héraðinu á sitt vald. Rússar hafa hörfað frá héraðinu og reyna nú að stöðva sókn Úkraínumanna við nýjar varnarlínur.

Síðdegis í gær náðu úkraínskir hermenn bænum Kozacha Lopan á sitt vald en hann er um tvo kílómetra frá rússnesku landamærunum. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) telur að úkraínski herinn sé nú með yfirráð yfir öllu svæðinu við landamæri Kharkiv að Rússlandi.

Norska ríkisútvarpið segir að á myndböndum og ljósmyndum, sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum síðustu daga, sjáist úkraínskir hermenn í mörgum bæjum í Kharkiv. Rússar hafi ekki veitt þeim mikla mótspyrnu.

Rússneska herstjórnin tilkynnti um helgina að Rússar myndu draga sig frá Kharkiv og sögðu það gert til að hægt væri að endurskipuleggja hersveitirnar og að aðgerðinni í Kharkiv hafi verið ætlað að styrkja stöðu hersins í Donbas.

Rússar skildu mikið magn hergagna eftir í Kharkiv og munu Úkraínumenn án efa geta nýtt sér þann búnað.

Rússar gerðu flugskeytaárásir á marga staða í Úkraínu í gærkvöldi. Í Kharkiv skutu þeir flugskeytum á innviði og skemmdu orkudreifingarkerfi og vatnslagnir. Úkraínsk stjórnvöld segja að unnið sé að viðgerðum og að hér hafi verið um hreina hefndaraðgerð Rússa að ræða.

„Við lifum frekar án gass, vatns og matar en undir ykkar stjórn,“ sagði Volodomyr Zelenskyy, forseti, í hefðbundnu kvöldávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar.

Rússnesku hersveitirnar, sem eru flúnar frá Kharkiv, reyna nú að koma upp nýjum varnarlínum í Donbas. Ekki er vitað hvort Úkraínumenn ætli að sækja áfram í austur.

Í daglegu stöðuyfirliti breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins segir að Rússar veiti enn smávægilega mótstöðu á nokkrum stöðum í Kharkiv en líklega sé búið að skipa hersveitunum að hörfa alfarið frá héraðinu.

Í Kherson eru þeir taldir eiga í erfiðleikum með að koma varaliði yfir Dnipro og til víglínunnar. Þeim hafi ekki enn tekist að ljúka smíði flotbrúar sem þeir byrjuðu að smíða fyrir tveimur vikum. Úkraínumenn láti stórskotaliðssprengjum rigna yfir Rússa við Dnipro svo þeir geti ekki gert við skemmdar brýr yfir ána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“
Fréttir
Í gær

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl
Fréttir
Í gær

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“
Fréttir
Í gær

Segir að þetta geti neytt Pútín til nýrrar herkvaðningar

Segir að þetta geti neytt Pútín til nýrrar herkvaðningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna