fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
FréttirPressan

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Pressan
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 20:30

Donald Burgess var 93 ára gamall þegar hann lést

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir lögreglumenn í Sussex-sýslu í Englandi sæta rannsókn fyrir meint manndráp á 93 ára gömlum heilabiluðum manni. Atvikið átti sér stað þann 21. júní síðastliðinn þegar lögreglumennirnir tveir voru kallaðir til útaf vistmanni á hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem hafði í hótunum við starfsfólk.

Hjúkrunarheimilið er staðsett í bænum St. Leonards-on-Sea í Austur-Sussex en þegar laganna verðir mættu á staðinn sáu þeir Donald Burgess, 93 ára vistmann, halda á hníf og hóta starfsfólki. Burgess, sem bundinn var við hjólastól eftir að hafa misst annan fótlegginn útaf sykursýki, var langt leiddur af heilabilunarsjúkdómi en þrátt fyrir það réðustu lögreglumennirnir til atlögu. Annar þeirra sprautaði piparspreyi á öldunginn og barði hann með kylfu sinni á meðan hinn skaut hann með rafbyssu. Eftir að hafa yfirbugað Burgess, sem hafði fallið til jarðar, handjárnuðu lögreglumennirnir hann.

Í kjölfar handtökunnar var Burgess fluttur á spítala þar sem gert var að sárum hans en hann lést af þeim þremur vikum síðar.

Lögregluembættið sem lögreglumennirnir tilheyra tilkynnti sjálft atvikið til sérstakrar eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Hefur lögreglumönnunum verið tjáð að þeir sæti rannsókn vegna gruns um manndráp auk þess sem alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við störf þeirra.

Rannsóknin er í gangi og hefur gengið út á viðtöl við sjónarvotta auk þess sem búkmyndavélar lögreglumannanna hafa verið skoðaðar. Þá er beðið eftir niðurstöðum meinafræðings um dánarorsök Burgess sem mun hafa mikið að segja um úrlausn málsins.

Í umfjöllun Daily Mail um málið kemur fram að Burgess hafi verið ljúfur og rólegur maður og fregnir af meintri ofbeldishegðun hans hafi komið þeim sem til hans þekktu verulega á óvart. Hann hafi misst eiginkonu sína fyrir nokkrum árum og það hafi reynst honum þungbært.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat