fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Rússneskur efnahagur er lamaður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 07:02

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturlönd hafa beitt Rússa hörðum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Þar á meðal eru efnahagslegar refsiaðgerðir. Margir hafa talið að refsiaðgerðirnar hafi ekki þau áhrif sem þær eiga að hafa vegna mikilla hækkana á orkuverði sem hafa skilað Rússum meiri tekjum en reiknað var með. En niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að rússneskt efnahagslíf finnur svo sannarlega fyrir refsiaðgerðum Vesturlanda og er efnahagslífið sagt vera undir miklum þrýstingi.

TV2 skýrir frá þessu og vísar í nýja rannsókn vísindamanna við Yale háskólann. Fram kemur að hækkandi orkuverð dugi ekki til að halda rússnesku efnahagslífi á floti.

Í rannsókninni er komist að þeirri niðurstöðu að svo lengi sem Vesturlönd standi saman um refsiaðgerðirnar eigi Rússar enga leið út úr efnahagsvandanum.

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa rúmlega 1.000 erlend fyrirtæki hætt starfsemi í Rússlandi eða dregið mjög úr henni. Í rannsókninni kemur fram að tekjutapið vegna þessa sé rúmlega 600 milljarðar dollara.

Eru Rússar sagðir hafa náð að eyðileggja áratuga langa aðlögun sína að heimsmarkaðnum á nokkrum mánuðum.

Vegna refsiaðgerðanna hafa Evrópuríki dregið úr gaskaupum frá Rússlandi og Rússar hafa raunar sjálfir dregið úr útflutningi á gasi til Evrópu. Kínverjar eru farnir að kaupa gas af Rússum en á síðasta ári námu kaup þeirra tíu prósentum af því magni sem var selt til Evrópu. Ástæðan er að það er skortur á gasleiðslum á milli Rússlands og Kína. Rússar verða því að leggja nýjar gasleiðslur á eiginn kostnað og það tekur langan tíma. Auk þess borga Kínverjar mun minna fyrir gasið en Evrópuríki.

Í rannsókninni kemur einnig fram að Rússar geta ekki lengur flutt nauðsynlega varahluti og íhluti, fyrir iðnaðarframleiðslu sína, inn frá útlöndum. Af þeim sökum er starfsemi framleiðslufyrirtækja farin að lamast.

Einnig kemur fram að skortur á varahlutum sé orðinn svo mikill að Úkraínumenn hafi fundið örgjörva úr þvottavélum og ísskápum í búnaði rússneska hersins. Aeroflot flugfélagið finnur vel fyrir þessu því 40% af vélum félagsins standa nú á jörðu niðri því það þarf að nota þær í varahluti fyrir aðrar vélar félagsins.

Niðurstaða rannsóknarinnar er að Rússar glími við mikinn vanda vegna refsiaðgerðanna og að sú aðstoð sem þeir reiknuðu með frá Kína hafi ekki borist. Á fyrsta ársfjórðungi dróst útflutningur Kína til Rússlands saman um helming og var tæpir fjórir milljarðar dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Í gær

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“