fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Martröð Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 08:01

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru sex mánuðir liðnir síðan Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu. Markið var sett hátt. Það átti að ná höfuðborginni Kyiv á vald Rússa á skömmum tíma og „afnasistavæða“ Úkraínu að sögn Pútíns. En innrásin er orðin sneypuför rússneska hersins sem hefur ekki náð þeim markmiðum sem sett voru. Skemmst er að minnast niðurlægjandi brotthvarfs hans frá Kyiv þar sem hann komst ekki nálægt borginni.

Eins og staðan er núna hefur rússneski herinn náð um 13% Úkraínu á sitt vald en virðist ekki komast lengra áleiðis. Hann hefur orðið fyrir miklu manntjóni. Vestrænir sérfræðingar telja að tugir þúsunda rússneskra hermanna hafi fallið og særst í stríðinu. Þá hefur herinn orðið fyrir miklu tjóni á hergögnum og misst mikinn fjölda ökutækja, flugvéla og skipa.

„Þetta er á margan hátt martröð fyrir Pútín af því að hann getur ekki komist út úr þeirri stöðu sem hann hefur komið sér og Rússlandi í,“ sagði Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum við Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við Ekstra Bladet. Hann sagði að innrásin hafi þróast yfir í verstu hugsanlegu stöðuna fyrir Pútín. Rússar hafi ekki getu til að ná stóru landi með 44 milljónir íbúa á sitt vald.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, sagði að Pútín hafi neyðst til að skipta um taktík eftir aðeins sex vikur en sú taktík sé ekki að ganga eins og lagt var upp með.

Richard Dannat, fyrrum yfirmaður breska hersins, sagði í samtali við Sky News að Pútín hljóti að vera mjög reiður yfir gangi stríðsins þegar hann líti um öxl á atburði síðustu sex mánaða. „Ég tel að stríðið hafi þróast allt öðruvísi en Pútín hafði ímyndað sér. Þetta líklegast versta sviðsmyndin, martröð hans,“ sagði hann.

Anders Puck Nielsen, sérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við Ekstra Bladet að Pútín hafi talið að auðvelt yrði að ná markmiðum Rússa í Úkraínu. Hann hefði aldrei lagt út í stríð ef hann hefði vitað hvernig það myndi þróast. Hann sagði að Úkraína sé sterkari en nokkru sinni áður. Landið sé auðvitað í erfiðleikum en samstaða fólks sé mikil.

Kaarsbo sagði að vitað sé að Pútín vilji meira en Donbas og héruðin í suðausturhluta Úkraínu. Hann viðurkenni ekki Úkraínu sem ríki og vilji endurreisa Stór-Rússland. Í því verði Eystrasaltsríkin, hluti af Finnlandi og hluti af Póllandi.

Auk erfiðleika á vígvellinum hafa Rússar verið beittir miklum efnahagslegum refsiaðgerðum og Svíþjóð og Finnland eru við það að ganga í NATO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur