fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 09:00

Konráð S. Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, segir  líklegt að fasteignaverð muni lækka á næstu misserum. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins í Fréttablaði dagsins.

„Ég held að það hljóti að koma einhver raunverðslækkun miðað við þær miklu breytingar sem hafa orðið, þótt hún verði ekki endilega mikil,“ er haft eftir Konráð. Tekur hann fram að erfitt sé að segja til um hvort nafnverðslækkanir muni eiga sér stað.

Á mannamáli þýðir það íbúð sem var að seljast á 50 milljónir mun kannski ekki lækka niður í 48 milljónir (sem væri nafnverðslækkun) heldur hækka hægar en verðbólga (sem væri þá raunverðslækkun þó fasteignin héldi áfram að hækka lítilega í verði).

„Eðli fasteignamarkaðarins er þannig að ef það er mikill þrýstingur á að nafnverð lækki þá hefur tilhneigingin verið sú að það birtist í minni veltu og það sé erfiðara að selja heldur en í nafnverðslækkun,“ segir Konráð ennfremur.

Bergþóra Baldursdóttir

Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, er á öðru máli en hún telur ósennilegast að framundan séu lækkanir á fasteignamarkaði, hvorki að raunvirði né nafnivirði. Segir hún líklegra að fasteignamarkaðurinn muni róast en síðan halda áfram að hækka í takti við annað verðlag.

Nánar er fjallað um málið í Markaði Fréttablaðsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“