fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
Fréttir

Guðrún Aspelund ráðin sóttvarnalæknir

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir við embætti landlæknis frá og með 1. september 2022. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embættinu.

„Ég hef öðlast góða sýn á starf sóttvarnarlæknis undanfarin ár og sé í starfinu tækifæri til að láta gott af mér leiða. Ég geri mér grein fyrir að starfinu fylgir mikil ábyrgð og ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan,“ segir Guðrún í tilkynningu á vef landlæknis.

Hún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum en hún var lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017.

Guðrún, sem jafnframt hefur lokið meistaranámi í líftölfræði, hefur góða þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra og hefur að auki komið að birtingu vísindagreina um smitsjúkdóma og sýklalyfjanotkun. Hún hefur öðlast mikla þekkingu og reynslu á verkefnum sóttvarnasviðs í starfi sínu undanfarin ár. Þá hefur hún einnig reynslu og stundar nám á sviði opinberrar stjórnsýslu.

„Ég er mjög ánægð með ráðningu Guðrúnar í starf sóttvarnalæknis. Hún er með góða menntun og reynslu sem mun nýtast en hefur einnig til að bera nauðsynlega eiginleika fyrir krefjandi starf sóttvarnalæknis, m.a. góða samskiptahæfni, vinnusemi, skipulagshæfni, sjálfstæði og yfirvegun,“ segir Alma D. Möller landlæknir í tilkynningunni.

Starf sóttvarnalæknis var auglýst 13. maí síðastliðinn en Þórólfur Guðnason lætur af störfum í byrjun september 2022. Auglýsingin var birt á Starfatorgi og í fjölmiðlum og var umsóknarfrestur til og með 13. júní. Ekki bárust fleiri umsóknir en frá Guðrúnu. Ráðning var ákveðin í kjölfar mats á umsókn og ítarlegs viðtals en með landlækni í því ferli voru Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Unnur Valdimarsdóttur prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og Þórgunnur Hjaltadóttir sviðsstjóri hjá embætti landlæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki

Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra

Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Pétur lagði Heiðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundaeigandi vísar hörðum ásökunum í garð hundsins hans á bug – Sveitarstjórinn bannaði hundahaldið án tilskilinnar heimildar

Hundaeigandi vísar hörðum ásökunum í garð hundsins hans á bug – Sveitarstjórinn bannaði hundahaldið án tilskilinnar heimildar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir RÚV hafa tekið íslenska sjónvarpsþáttaröð úr birtingu og muni ekki birta hana aftur fyrr en að uppfylltum skilyrðum

Segir RÚV hafa tekið íslenska sjónvarpsþáttaröð úr birtingu og muni ekki birta hana aftur fyrr en að uppfylltum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“