fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

10 handteknir og 5 úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 23. maí 2022 17:10

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa stundina sitja fimm í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í gegn skipulagðri brotastarfsemi fyrir helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan sendi á fjölmiðla í dag.

Lagt var hald á umtalsvert magn af marijúana, um 40 kíló, en leitað var á allmörgum stöðum, bæði í húsum og ökutækjum. Um var að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis. Lögreglan lagði einnig hald á ökutæki, peninga og tölvubúnað.

Nokkrir tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi.

Alls voru tíu manns handteknir vegna rannsóknarinnar og fimm þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna. Rannsókn málsins miðar vel samkvæmt lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum