fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

10 handteknir og 5 úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 23. maí 2022 17:10

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa stundina sitja fimm í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í gegn skipulagðri brotastarfsemi fyrir helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan sendi á fjölmiðla í dag.

Lagt var hald á umtalsvert magn af marijúana, um 40 kíló, en leitað var á allmörgum stöðum, bæði í húsum og ökutækjum. Um var að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis. Lögreglan lagði einnig hald á ökutæki, peninga og tölvubúnað.

Nokkrir tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi.

Alls voru tíu manns handteknir vegna rannsóknarinnar og fimm þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna. Rannsókn málsins miðar vel samkvæmt lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“