fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Víðförull íslenskur öldungur var felldur eftir slys í Wales

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 18:00

Mynd/RSPCA Cymru

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstum því þrítug íslensk álft fannst illa slösuð í Pembrokeshire í Wales þann 1. apríl síðastliðinn. Velskum dýraverndunarsamtökum var gert viðvart um fuglinn sem lá undir rafmagnlínum en talið er að fuglinn hafi lent í árestri við línurnar. ITV greinir frá.

Í fréttinni kemur fram að aðrar álftir, sem mögulega voru að undirbúa flug til Íslands ásamt öldungnum, hafi hringsólað yfir félaga sínum þegar sjálfboðaliðar dýraverndunarsamtakanna mættu á vettvang.

Illu heilli var fuglinn mikið slasaður og afréð dýralæknir að réttast væri að svæfa öldunginn.

Það sem þykir merkilegt við fuglinn er aldur hans en í fréttinni kemur fram að talið sé að meðalaldur álfta sé um níu ár þó að dæmi séu um að þeir lifi enn lengur. Samkvæmt Vísindavefnum er hæsti staðfesti aldur álftar (Cygnus cygnus) í Evrópu fugl sem Sverrir Thorstensen merkti sem unga í september 1986. Hún fannst dauð í maí 2017 og talið er að hún hafi drepist síðla vetrar. Þessi álft varð því að minnsta kosti 30,5 ára.

Ljóst er að álftin sem lést í Wales var á góðri leið með að slá þetta met. Hún var merkt árið 1996, þá þriggja ára gömul, og því um 29 ára að aldri.

Álftin var mikið slösuð eftir áreksturinn. Mynd/RSPCA Cymru

Álftin flýgur vanalega til Bretlandseyja yfir vetrartímann, alls um 40 þúsund fuglar, og ljóst er að hinn fallni öldungur hefur haldið í allmargar slíkar reisur. Þannig kemur fram í fréttinni að í gegnum árin hafi fuglinn sést nokkrum sinnum í Norður-Írlandi, Írlandi og Orkneyjum í Skotlandi en helst hafa viljað dvelja í Skagafirðinum að sumri til.

Síðast sást til fuglsins árið 2003 í Norður-Írlandi og því liðu heil 18 ár þar til álftin fórst af slysförum í Wales.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“