fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. maí 2022 12:17

Birgitta Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða á skjali sem afhent var yfirkjörstjórn í Reykjavík vegna framboðlista Reykjavíkur – betri borgar.

Hún greinir frá þessu á Facebook og segir að hún muni fá leiðbeiningar eftir fund yfirkjörstjórnar á morgun um hvernig skuli bregðast við.

Vísir greindi frá því í gær að Birgitta kannaðist ekkert við að hafa samþykkt að vera á lista Reykjavíkur – bestu borgarinnar, eða E-lista.

Birgitta kom af fjöllum þegar Vísir hafði samband við hana til að spyrja út í að hún væri í heiðurssæti á listanum, sagði þetta mjög skringilegt og ætlaði að hafa samband og láta taka sig af listanum.
„Ég sagðist alveg vera til í að vera svona í bakgrunni, veita þeim ráð og svoleiðis, eins og ég geri fyrir marga. En ég hef ekki skrifað upp það að vera á lista hjá þeim. Ég ætla ekki einu sinni að kjósa þá. Ég ætla að kjósa Pírata í þetta sinn,“ sagði hún.

Í frétt RÚV sagði Eva Bryndís Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með undirritaða yfirlýsingu frá Birgittu.
Þá sagði  Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Í gær

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið