fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Keypti hlut í Íslandsbanka og gagnrýnir verðið – Segir að ríkið hefði getað fengið hærra verð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga hefur verið í samfélaginu eftir að ríkissjóður seldi stóran hlut í Íslandsbanka nýlega. Salan fór nánast fram í skjóli nætur og var sveipuð miklum leyndarhjúp. Í vikunni var listi yfir kaupendur birtur og ekki hefur það slegið á ólguna. Rætt hefur verið um að ríkið hafi selt hlut sinn of lágu verði og að fáir útvaldir hafi fengið að koma að kaupum á hlut ríkisins.

Einn þeirra sem keypti hlut í bankanum er Jakob Valgeir Flosason fagfjárfestir, en hann keypti fyrir tæplega milljarð í útboðinu. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að það að kaupendalistinn hafi verið opinberaður hreyfi ekki mikið við honum, hann sé orðinn öllu vanur.

En á hinn bóginn sagðist hann hafa meiri áhyggjur af því verði sem ríkið fékk fyrir sinn hlut, algjör óþarfi hafi verið að gefa svo mikinn afslátt: „Ef menn vilja gagnrýna eitthvað þá ættu þeir að horfa á verðið sem ríkið seldi á. Að mínu mati hefði ríkið átt að selja til fárra en öflugra kjölfestufjárfesta, eins og talað var um í upphafi. Það var ekki gert. Í staðinn voru það aðallega lífeyrissjóðirnir sem pressuðu verðið niður í þessar 117 krónur á hlut. Ég veit það fyrir víst að ríkið hefði getað selt á genginu 122 ef þeir hefðu einbeitt sér að þeim sem voru tilbúnir til að borga meira. Það er það sem mér finnst alvarlegt í þessu.“

Hann vildi sjálfur kaupa mun stærri hlut í bankanum en hann fékk: „Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar það sé bankanum fyrir bestu að nokkrir öflugir fjárfestar komi inn af krafti og veiti honum aðhald. Þannig gæta þeir best sinna hagsmuna og hagsmuna bankans um leið. Það var það sem vakti fyrir mér. Þá hefði líka þjóðin fengið meira fyrir sinn snúð.“

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis