Tilkynnt var um aðila uppi á bílskúrsþaki og væri hann ber að ofan og öskrandi. Lögreglan ræddi við viðkomandi sem sagðist hafa farið út til að öskra til að losa um spennu.
Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án tilskilinna ökuréttinda. Um ítrekað brot er að ræða hjá viðkomandi.
Tilkynnt var um sofandi mann í snjóskafli í Miðborginni. Viðkomandi var ekið heim en hann var ölvaður.